Frelsið mun gjöra yður sanna Finnur Þór Vilhjálmsson skrifar 8. desember 2012 08:00 Því fylgir jafnan einkennileg blanda af kátínu, furðu og ónotum að lesa frásagnir af boðunarsamkomum langt leiddra hægrimanna. (Með því á ég bara við jaðarhópinn sem heldur fastar í ósýnilegu höndina en eigin skynsemi.) Í viðskipta- og atvinnulífshluta Morgunblaðsins 20. nóvember sl. var viðtal vegna stólræðu innflutts farandpredikara frá fyrirheitnalandi þessa hóps yfir innvígðum á dögunum. (Og blaðamanni Morgunblaðsins, ef gera ber einhvern skilsmun þar á.) Sá var Daniel nokkur Mitchell, bandarískur starfsmaður Cato Institute í Washington DC, USA, og pípa nú kannski strax reykskynjarar hjá mörgum en látum gott heita og höldum áfram. (Bara sem smjörþefur þá var eftirfarandi bók efst á lista nýrra og forvitnilegra á heimasíðu Cato Institute um miðja vikuna: The Financial Crisis and the Free Market Cure: Why Pure Capitalism is the World Economy's Only Hope.) Doktor í hagfræði, doktor í hagfræði, doktor í hagfræði Til að tryggja eftirtekt lesenda og kannski eitthvað meira taldi blaðamaður Morgunblaðsins augsýnilega nauðsynlegt á að tiltaka ekki bara einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar sinnum að Mitchell væri með doktorsgráðu í hagfræði. Sjálf umfjöllunin var svo á allt að því kósí-kunnuglegum slóðum. „Meira frelsi og velmegun ef umsvif ríkisins eru lítil." Og: „Við viljum hagvöxt því þá hefur fólk það betra." Og: „Flatir skattar eru æskilegir samkvæmt hagfræði og siðfræði". Gott og vel – það er trúfrelsi á Íslandi. Hápunkturinn var hins vegar ekki þarna heldur undir myndinni með viðtalinu. Einn útúrdúr fyrst: Sérstaklega var tekið fram í viðtalinu hverjir safnaðarmeðlima höfðu veg og vanda af komu Mitchell hingað til lands. Þar voru tvö hátimbruð nöfn sem maður hefur reyndar rekist á áður, annars vegar Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt en hins vegar Samtök skattgreiðenda. Ég veit ekki með hið fyrrnefnda en af gramsi á netinu virðist einna helst mega ráða að hið síðara sé nafnið á bloggsíðu Skafta Harðarsonar. Og varla mikið meira en það. Manni fyrirgefst vonandi þá að verða ósjálfrátt hugsað til gamanmála Flosa heitins Ólafssonar um Berg og Stóra-Aðalberg? Ef til vill er þó eitthvað fleira í skúffu þessa félags, ég veit það ekki. Ein-tök? Sam-eind? Óháð því má velta nánar fyrir sér þeirri tilhneigingu hjá sumum að koma á fót í kringum sig, en kannski ekki mjög marga aðra, einhverjum nostursamlega skírðum „samtökum" og koma síðan helst ekki fram sem maður sjálfur heldur sem holdgerð Samtökin. Maður hefði kannski hneigst til að heimfæra þetta undir krúttlega metnaðarfulla og e.t.v. dálítið misskilda félagshyggju en það er víst ekki nokkuð sem maður myndi kenna Skafta Harðarsyni eða ýmsum öðrum sem þetta stunda. Hvað þá? Enn lifa, líka á Íslandi, manngerðir sem kalla má „þriðjupersónur" út frá afstöðu þeirra til sjálfra sín (hér er ég um hann/hana frá honum/henni til mín). Maður kannast við þær og svo hina nánast útdauðu konunglegu fleirtölu í viktoríönskum stíl en þetta sem nú var nefnt er nýstárlegt. Hér verður ekki villst í inn þá sálarfræðilegu króka og kima sem leit að ástæðum þessa gæti leitt til. En orðið getur nokkuð skondið ef gengið er á hold- og höfuðgervinga svona samtaka og þeir spurðir hverjir eða hversu margir aðrir séu undir skikkjunni og memm í klúbbnum. Þá verður oftar en ekki viðkvæðið að fara undan í flæmingi eða jafnvel neita blákalt að gefa nokkuð upp um það. Þess í stað er borið við alls kyns launhelgum eða torráðnum persónuverndarsjónarmiðum og svo bara annað hvort þvermóðskufull þögn eða í mesta lagi staðhæft eitt eða annað út í loftið, almennt og óljóst. Úr verður einhvers konar tilbrigði við ævintýrið um hina keisaralegu nekt þar sem barnið bendir ekki á bera kallinn og hrópar heldur er nógu kurteist og tillitssamt (eða meðvirkt) til að spyrja hann kannski fyrst í hálfum hljóðum einslega hvort hann sé nú alveg örugglega viss um að vera í öllum fötunum. Og keisarinn, á fremur efnisrýrum þveng einum klæða (í víðlesnu og virðulegu blaði er rétt að gæta alls velsæmis í myndgervingum), svarar með nokkrum þjósti að hann geti nú ekki tjáð sig neitt um það en á hinu standi hann fastar en fótunum að sjálfum líði honum líkt og kappklæddum. Endalok heimspekinnar? En ég var að tala um guðspjallið samkvæmt Daniel Mitchell sem Morgunblaðið miðlaði lesendum sínum í vikunni og var meira að segja búinn að nefna nokkur lýsandi dæmi úr helgihaldinu. Þau voru hins vegar ekki allt og sumt. Njálsbrennan í umfjöllun MBL – mér líður aldrei úr minni þegar ágætur stærðfræðikennari minn í menntaskóla vísaði með þessum hætti til næsta kafla í kennslubókinni sem hápunkts í kennslu á önninni (sönnun á reglunni um annars stigs jöfnur) – hún var sem sagt í myndatextanum. Og hér dugir ekkert minna en að vitna beint til endursagnar myndatextasmiðs Morgunblaðsins á leiserskörpu innsæi Dr. Daniel Mitchell: „Hann nefnir að það sé mun fýsilegra að búa í ríku landi, líkt og Íslandi, en fátæku, eins og Indlandi." Nú eru skattalækkanir góðar og blessaðar þar sem við á. Öll viljum við hafa sem mest milli handanna og skattana eins lága og unnt er hverju sinni. En hér er annað og meira undir. Aldrei áður í heimssögunni (kannski gat Churchill betur fullyrt svona en ég) hefur jafnsnyrtilega, í jafnfáum orðum og á jafnbarnslega bláeygan hátt verið smættuð niður sjálf lífsgátan. Dömur mínar og herrar í heimspekideildunum, þið getið pakkað niður doðröntunum, sett doktorsverkefnin í tætarann og losað ykkur við flöskubotnana, kannski loksins drifið ykkur í leiser en þvínæst heim og lagt ykkur og síðan strax í fyrramálið fengið ykkur alminlega vinnu: Daniel Mitchell og einhver blaðamaður á Mogganum eru búnir að þessu fyrir ykkur. Vöxtur með vorinu Eða ekki. Ég veit ekki með aðra en við lestur þessa viðtals í Morgunblaðinu varð mér einkum hugsað til eins, og það var ekki hvað ég gæti loksins grætt og grillað mikið ef ég fengi allt þetta frelsi sem boðað var, heldur var það Peter Sellers sem Chance úr kvikmyndinni Being There, klæddur í kjól og hvítt og með Mónulísubros, segjandi undirfurðulegum rómi við bergnuminn hóp fyrirmenna: „There will be growth in the spring." Alveg kaldhæðnislaust í þetta sinn held ég að aldrei betur í heimssögunni hafi jafnsnyrtilega, í jafnfáum orðum og á jafnbarnslega bláeygan hátt verið rifin niður hin brenglaða sjálfsmynd hagfræðinnar, sem sumir kyndilberar eða sjálfskipaðir stafnbúar hennar þreytast einhverra hluta vegna ekki á að boða, nefnilega að hún sé innst inni raunvísindi en ekki félagsvísindi. (Eins og hið síðara sé annars eitthvað til að skammast sín fyrir!) Vonandi er að þessi eðlisáttunarvandi, sem verið hefur áberandi í fræðigreininni, rjátlist sem fyrst af henni. Vonandi er að hún sætti sig við að vera það sem hún í raun er og hvorki meira né minna en það: samnefnari fyrir misjafnlega sannfærandi tilgátur, stundum kenningar, um manninn og samfélagið en ekki – alls ekki! – fyrir nein járnhörð náttúrulögmál um hið sama. Að boði loknu ... Ég vænti þess að Dr. Daniel Mitchell sé nú þegar þetta birtist kominn heill á höldnu heim til Bandaríkjanna og sestur aftur á kontórinn hjá Cato Institute að sínu innblásna starfi. Ég efa heldur ekki að lífsskoðanir hans hafa líka lifað af ferðalagið enda varla lent í miklum háska eða mótlæti á þeirri lofgjörðarsamkundu sem Morgunblaðið sagði svo samviskusamlega frá í vikunni. Þannig má búast við að bæði farandpredikarinn og boðskapur hans hafi að loknu hinu huggulega trú- og teboði með skoðanasystkinum hér norður frá komist klakklaust aftur til fyrirheitna landsins. Þá er allt eins og það á að vera. Því þar á að minni hyggju hvort tveggja með réttu heima, a.m.k. fremur en á Íslandi þó ég stilli mig um að fullyrða um aðra staði líka. PS: Margir vina minna eru hægrimenn. PPS: finnur.vilhjalmsson@gmail.com. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Því fylgir jafnan einkennileg blanda af kátínu, furðu og ónotum að lesa frásagnir af boðunarsamkomum langt leiddra hægrimanna. (Með því á ég bara við jaðarhópinn sem heldur fastar í ósýnilegu höndina en eigin skynsemi.) Í viðskipta- og atvinnulífshluta Morgunblaðsins 20. nóvember sl. var viðtal vegna stólræðu innflutts farandpredikara frá fyrirheitnalandi þessa hóps yfir innvígðum á dögunum. (Og blaðamanni Morgunblaðsins, ef gera ber einhvern skilsmun þar á.) Sá var Daniel nokkur Mitchell, bandarískur starfsmaður Cato Institute í Washington DC, USA, og pípa nú kannski strax reykskynjarar hjá mörgum en látum gott heita og höldum áfram. (Bara sem smjörþefur þá var eftirfarandi bók efst á lista nýrra og forvitnilegra á heimasíðu Cato Institute um miðja vikuna: The Financial Crisis and the Free Market Cure: Why Pure Capitalism is the World Economy's Only Hope.) Doktor í hagfræði, doktor í hagfræði, doktor í hagfræði Til að tryggja eftirtekt lesenda og kannski eitthvað meira taldi blaðamaður Morgunblaðsins augsýnilega nauðsynlegt á að tiltaka ekki bara einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar sinnum að Mitchell væri með doktorsgráðu í hagfræði. Sjálf umfjöllunin var svo á allt að því kósí-kunnuglegum slóðum. „Meira frelsi og velmegun ef umsvif ríkisins eru lítil." Og: „Við viljum hagvöxt því þá hefur fólk það betra." Og: „Flatir skattar eru æskilegir samkvæmt hagfræði og siðfræði". Gott og vel – það er trúfrelsi á Íslandi. Hápunkturinn var hins vegar ekki þarna heldur undir myndinni með viðtalinu. Einn útúrdúr fyrst: Sérstaklega var tekið fram í viðtalinu hverjir safnaðarmeðlima höfðu veg og vanda af komu Mitchell hingað til lands. Þar voru tvö hátimbruð nöfn sem maður hefur reyndar rekist á áður, annars vegar Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt en hins vegar Samtök skattgreiðenda. Ég veit ekki með hið fyrrnefnda en af gramsi á netinu virðist einna helst mega ráða að hið síðara sé nafnið á bloggsíðu Skafta Harðarsonar. Og varla mikið meira en það. Manni fyrirgefst vonandi þá að verða ósjálfrátt hugsað til gamanmála Flosa heitins Ólafssonar um Berg og Stóra-Aðalberg? Ef til vill er þó eitthvað fleira í skúffu þessa félags, ég veit það ekki. Ein-tök? Sam-eind? Óháð því má velta nánar fyrir sér þeirri tilhneigingu hjá sumum að koma á fót í kringum sig, en kannski ekki mjög marga aðra, einhverjum nostursamlega skírðum „samtökum" og koma síðan helst ekki fram sem maður sjálfur heldur sem holdgerð Samtökin. Maður hefði kannski hneigst til að heimfæra þetta undir krúttlega metnaðarfulla og e.t.v. dálítið misskilda félagshyggju en það er víst ekki nokkuð sem maður myndi kenna Skafta Harðarsyni eða ýmsum öðrum sem þetta stunda. Hvað þá? Enn lifa, líka á Íslandi, manngerðir sem kalla má „þriðjupersónur" út frá afstöðu þeirra til sjálfra sín (hér er ég um hann/hana frá honum/henni til mín). Maður kannast við þær og svo hina nánast útdauðu konunglegu fleirtölu í viktoríönskum stíl en þetta sem nú var nefnt er nýstárlegt. Hér verður ekki villst í inn þá sálarfræðilegu króka og kima sem leit að ástæðum þessa gæti leitt til. En orðið getur nokkuð skondið ef gengið er á hold- og höfuðgervinga svona samtaka og þeir spurðir hverjir eða hversu margir aðrir séu undir skikkjunni og memm í klúbbnum. Þá verður oftar en ekki viðkvæðið að fara undan í flæmingi eða jafnvel neita blákalt að gefa nokkuð upp um það. Þess í stað er borið við alls kyns launhelgum eða torráðnum persónuverndarsjónarmiðum og svo bara annað hvort þvermóðskufull þögn eða í mesta lagi staðhæft eitt eða annað út í loftið, almennt og óljóst. Úr verður einhvers konar tilbrigði við ævintýrið um hina keisaralegu nekt þar sem barnið bendir ekki á bera kallinn og hrópar heldur er nógu kurteist og tillitssamt (eða meðvirkt) til að spyrja hann kannski fyrst í hálfum hljóðum einslega hvort hann sé nú alveg örugglega viss um að vera í öllum fötunum. Og keisarinn, á fremur efnisrýrum þveng einum klæða (í víðlesnu og virðulegu blaði er rétt að gæta alls velsæmis í myndgervingum), svarar með nokkrum þjósti að hann geti nú ekki tjáð sig neitt um það en á hinu standi hann fastar en fótunum að sjálfum líði honum líkt og kappklæddum. Endalok heimspekinnar? En ég var að tala um guðspjallið samkvæmt Daniel Mitchell sem Morgunblaðið miðlaði lesendum sínum í vikunni og var meira að segja búinn að nefna nokkur lýsandi dæmi úr helgihaldinu. Þau voru hins vegar ekki allt og sumt. Njálsbrennan í umfjöllun MBL – mér líður aldrei úr minni þegar ágætur stærðfræðikennari minn í menntaskóla vísaði með þessum hætti til næsta kafla í kennslubókinni sem hápunkts í kennslu á önninni (sönnun á reglunni um annars stigs jöfnur) – hún var sem sagt í myndatextanum. Og hér dugir ekkert minna en að vitna beint til endursagnar myndatextasmiðs Morgunblaðsins á leiserskörpu innsæi Dr. Daniel Mitchell: „Hann nefnir að það sé mun fýsilegra að búa í ríku landi, líkt og Íslandi, en fátæku, eins og Indlandi." Nú eru skattalækkanir góðar og blessaðar þar sem við á. Öll viljum við hafa sem mest milli handanna og skattana eins lága og unnt er hverju sinni. En hér er annað og meira undir. Aldrei áður í heimssögunni (kannski gat Churchill betur fullyrt svona en ég) hefur jafnsnyrtilega, í jafnfáum orðum og á jafnbarnslega bláeygan hátt verið smættuð niður sjálf lífsgátan. Dömur mínar og herrar í heimspekideildunum, þið getið pakkað niður doðröntunum, sett doktorsverkefnin í tætarann og losað ykkur við flöskubotnana, kannski loksins drifið ykkur í leiser en þvínæst heim og lagt ykkur og síðan strax í fyrramálið fengið ykkur alminlega vinnu: Daniel Mitchell og einhver blaðamaður á Mogganum eru búnir að þessu fyrir ykkur. Vöxtur með vorinu Eða ekki. Ég veit ekki með aðra en við lestur þessa viðtals í Morgunblaðinu varð mér einkum hugsað til eins, og það var ekki hvað ég gæti loksins grætt og grillað mikið ef ég fengi allt þetta frelsi sem boðað var, heldur var það Peter Sellers sem Chance úr kvikmyndinni Being There, klæddur í kjól og hvítt og með Mónulísubros, segjandi undirfurðulegum rómi við bergnuminn hóp fyrirmenna: „There will be growth in the spring." Alveg kaldhæðnislaust í þetta sinn held ég að aldrei betur í heimssögunni hafi jafnsnyrtilega, í jafnfáum orðum og á jafnbarnslega bláeygan hátt verið rifin niður hin brenglaða sjálfsmynd hagfræðinnar, sem sumir kyndilberar eða sjálfskipaðir stafnbúar hennar þreytast einhverra hluta vegna ekki á að boða, nefnilega að hún sé innst inni raunvísindi en ekki félagsvísindi. (Eins og hið síðara sé annars eitthvað til að skammast sín fyrir!) Vonandi er að þessi eðlisáttunarvandi, sem verið hefur áberandi í fræðigreininni, rjátlist sem fyrst af henni. Vonandi er að hún sætti sig við að vera það sem hún í raun er og hvorki meira né minna en það: samnefnari fyrir misjafnlega sannfærandi tilgátur, stundum kenningar, um manninn og samfélagið en ekki – alls ekki! – fyrir nein járnhörð náttúrulögmál um hið sama. Að boði loknu ... Ég vænti þess að Dr. Daniel Mitchell sé nú þegar þetta birtist kominn heill á höldnu heim til Bandaríkjanna og sestur aftur á kontórinn hjá Cato Institute að sínu innblásna starfi. Ég efa heldur ekki að lífsskoðanir hans hafa líka lifað af ferðalagið enda varla lent í miklum háska eða mótlæti á þeirri lofgjörðarsamkundu sem Morgunblaðið sagði svo samviskusamlega frá í vikunni. Þannig má búast við að bæði farandpredikarinn og boðskapur hans hafi að loknu hinu huggulega trú- og teboði með skoðanasystkinum hér norður frá komist klakklaust aftur til fyrirheitna landsins. Þá er allt eins og það á að vera. Því þar á að minni hyggju hvort tveggja með réttu heima, a.m.k. fremur en á Íslandi þó ég stilli mig um að fullyrða um aðra staði líka. PS: Margir vina minna eru hægrimenn. PPS: finnur.vilhjalmsson@gmail.com.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun