Lítil eyríki ósátt við loftslagsráðstefnu 11. desember 2012 09:00 Mótmælendur voru inni í ráðstefnuhöllinni um helgina, en takmarkanir á frelsi mótmælendanna voru talsverðar í Katar. nordicphotos/afp Ýmis lítil eyríki, sem stafar mikil hætta af loftslagsbreytingum, eru ósátt við niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Doha. Samkomulagið verður til þess að hitastigið hækkar um allt að fimm gráður, segir forsvarsmaður eyríkjanna. „Þetta er ekki niðurstaðan sem við vildum í lok þessa fundar, ég get fullvissað ykkur um það,“ sagði utanríkisráðherra Nauru-eyja í Míkrónesíu, Kieren Keke, sem var í forsvari fyrir lítil eyríki á loftslagsráðstefnunni í Doha í Katar. „Við erum ekki heldur á þeim stað sem við þyrftum að vera á til að koma í veg fyrir að eyjur fari undir sjó.“ Lítil eyríki og önnur þróunarlönd voru mörg hver ósátt við niðurstöðu fundarins, þrátt fyrir að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. „Við teljum þessa niðurstöðu ófullnægjandi í losun og fjármálum. Samkomulagið mun líklega verða til þess að þriggja til fimm gráðu hækkun verður á hitastigi heimsins, jafnvel þó við höfum samþykkt að reyna að láta meðalhitastigið ekki hækka um meira en 1,5 gráður, til þess að tryggja að allar eyjur lifi af. Það er ekkert nýtt fjármagn – bara loforð um að eitthvað verði gert í framtíðinni. Þeir sem koma í veg fyrir þetta þurfa að hætta að tala um hvernig líf þeirra fólks verður og fara að tala um hvort okkar fólk mun lifa af.“ Fátæk ríki kröfðust þess í byrjun ráðstefnunnar að sett yrði fram tímaáætlun um það hvernig ríku löndin myndu hækka aðstoð vegna loftslagsbreytinga í 100 milljónir Bandaríkjadala á ári fram til ársins 2020, þegar nýtt samkomulag um losun gróðurhúsalofttegunda á að taka gildi. Þessu hafði verið lofað fyrir þremur árum síðan. Í lokasamþykkt ráðstefnunnar eru ríku löndin þó aðeins hvött til þess að safna að minnsta kosti 10 milljónum dala á ári, en ekki skylduð til neins. Þá er því lofað að fundnar verði leiðir til að hækka aðstoðina. Ríku löndin gengust þó við ábyrgð sinni á skaða sem loftslagsbreytingar hafa valdið í mörgum þróunarríkjum á ráðstefnunni. Samkomulag um framlengingu Kýótó-bókunarinnar varð til á laugardaginn, eftir að ráðstefnunni átti að vera lokið. Mikill ágreiningur ríkti á lokasprettinum og stór ríki eins og Rússland, Japan, Nýja-Sjáland og Kanada drógu sig út úr samkomulaginu. Ríkin sem samþykktu bókunina losa aðeins um fimmtán prósent af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. thorunn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Ýmis lítil eyríki, sem stafar mikil hætta af loftslagsbreytingum, eru ósátt við niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Doha. Samkomulagið verður til þess að hitastigið hækkar um allt að fimm gráður, segir forsvarsmaður eyríkjanna. „Þetta er ekki niðurstaðan sem við vildum í lok þessa fundar, ég get fullvissað ykkur um það,“ sagði utanríkisráðherra Nauru-eyja í Míkrónesíu, Kieren Keke, sem var í forsvari fyrir lítil eyríki á loftslagsráðstefnunni í Doha í Katar. „Við erum ekki heldur á þeim stað sem við þyrftum að vera á til að koma í veg fyrir að eyjur fari undir sjó.“ Lítil eyríki og önnur þróunarlönd voru mörg hver ósátt við niðurstöðu fundarins, þrátt fyrir að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. „Við teljum þessa niðurstöðu ófullnægjandi í losun og fjármálum. Samkomulagið mun líklega verða til þess að þriggja til fimm gráðu hækkun verður á hitastigi heimsins, jafnvel þó við höfum samþykkt að reyna að láta meðalhitastigið ekki hækka um meira en 1,5 gráður, til þess að tryggja að allar eyjur lifi af. Það er ekkert nýtt fjármagn – bara loforð um að eitthvað verði gert í framtíðinni. Þeir sem koma í veg fyrir þetta þurfa að hætta að tala um hvernig líf þeirra fólks verður og fara að tala um hvort okkar fólk mun lifa af.“ Fátæk ríki kröfðust þess í byrjun ráðstefnunnar að sett yrði fram tímaáætlun um það hvernig ríku löndin myndu hækka aðstoð vegna loftslagsbreytinga í 100 milljónir Bandaríkjadala á ári fram til ársins 2020, þegar nýtt samkomulag um losun gróðurhúsalofttegunda á að taka gildi. Þessu hafði verið lofað fyrir þremur árum síðan. Í lokasamþykkt ráðstefnunnar eru ríku löndin þó aðeins hvött til þess að safna að minnsta kosti 10 milljónum dala á ári, en ekki skylduð til neins. Þá er því lofað að fundnar verði leiðir til að hækka aðstoðina. Ríku löndin gengust þó við ábyrgð sinni á skaða sem loftslagsbreytingar hafa valdið í mörgum þróunarríkjum á ráðstefnunni. Samkomulag um framlengingu Kýótó-bókunarinnar varð til á laugardaginn, eftir að ráðstefnunni átti að vera lokið. Mikill ágreiningur ríkti á lokasprettinum og stór ríki eins og Rússland, Japan, Nýja-Sjáland og Kanada drógu sig út úr samkomulaginu. Ríkin sem samþykktu bókunina losa aðeins um fimmtán prósent af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. thorunn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira