Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og samfélag manna Þórarinn Guðjónsson skrifar 15. desember 2012 06:00 Loftslagsbreytingar eru flókin fyrirbæri og ekki auðvelt fyrir almenning að átta sig á hvernig beri að túlka niðurstöður vísinda- og fræðimanna. Það er því brýnt að sérfræðingar sem hafa látið sig þessi mál varða fjalli um staðreyndir og fræðikenningar á ábyrgan hátt og þannig að almenningur skilji þær. Vísindafélag Íslendinga hélt fyrir stuttu málþing þar sem nokkrir af okkar færustu sérfræðingum á sviði loftslags- og vistkerfisfræða fræddu almenning um stöðu mála og áhrif loftslagsbreytinga á samfélag manna.Loftslagsbreytingar Stöðugt berast tíðindi af öfgum í veðri, fellibyljum, kuldaköstum eða hitabylgjum og þurrkum með tilheyrandi afleiðingum víðs vegar um heiminn. Á málþinginu fjallaði Jón Egill Kristjánsson, veðurfræðingur og prófessor við Óslóarháskóla, um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Margir þættir hafa áhrif á loftslagið, svo sem aska eða ryk vegna eldgosa eða af mannavöldum, braut jarðar um sólu, og ýmsar innri sveiflur, en ekki er vafi á að losun koldíoxíðs af mannavöldum hefur sívaxandi áhrif. Öfgar í veðri hafa alltaf verið til staðar á jörðinni en nú eru sumar tegundir veðuröfga orðnar æ algengari, til dæmis hafa orðið gífurlegar hitabylgjur í Rússlandi, Mið-Evrópu og Bandaríkjunum á síðustu árum. Svo langvinnar og víðfeðmar hitabylgjur hafa til þessa verið afar fátíðar en nú hefur þeim fjölgað mjög með hrikalegum afleiðingum. Vandinn nær langt út yfir svæðin þar sem hitabylgjurnar verða, því loft- og sjávarhiti fara ört hækkandi á hnettinum öllum. Þessa sér þegar stað í bráðnun jökla og breyttum vistkerfum. Jón Egill segir nánast ógerlegt að útskýra hnattræna hlýnun án tillits til losunar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Ef komast á hjá þeim alvarlegu breytingum sem vofa yfir vistkerfum heimsins verður að draga verulega úr losun koldíoxíðs án tafar.Áhrif á jökla og sjávarborð Bráðnun jökla er einhver áþreifanlegasta birtingarmynd hlýnunar. Á málþinginu ræddi Helgi Björnsson, jöklafræðingur og vísindamaður við Háskóla Íslands, um bráðnun jökla sem reynist nú mun hraðari en gert var ráð fyrir í skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 um hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Jöklar hopa um allan heim, meðal annars hér á landi, hafís er óðum af hverfa á norðurslóðum og jöklar utan heimskautavæða rýrna hratt. Hert hefur á bráðnun Grænlandsjökuls og vesturhluta Suðurskautslandsins. Allt leiðir þetta til þess að sjávarborð hækkar, jökulár vaxa og jökulhlaupum fjölgar. Nú er talið að við næstu aldamót verði sjávarborð einum metra hærra en nú er. Við það eykst sjávarrof, sjávarflóð magnast, grunnvatn mengast, og láglendi fer á kaf víða um heim, á mörgum þéttbýlustu svæðum jarðar í Asíu en einnig í Norður-Evrópu og Ameríku, á strandsvæðum þar sem hundruð milljóna manna búa. Einnig nýta hundruð milljóna manna leysingarvatn frá jöklum til drykkjar og við áveitur og þegar jöklar hverfa verður gríðarlegur vatnsskortur allt frá fjallahéruðum til sjávar, ekki síst á mjög fjölmennum svæðum í Indlandi og Kína.Vistkerfið Loftslagsbreytingar hafa bein áhrif á vistkerfi, gróður og dýralíf, eins og Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógvistfræðingur og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, ræddi á málþinginu. Ísland er kjörið landsvæði fyrir rannsóknir á þessu sviði þar sem landið er á mörkum tveggja gróðurbelta, hins kaldtempraða og heimskautabeltisins. Bjarni sýndi hvernig Ísland hefur gróðurfarslega færst suður á bóginn vegna hlýnunar síðan um 1990, sem hefur t.d. haft mikil áhrif á landbúnað. Þetta sést enn fremur á því að suðrænni plöntur og dýr hafa tekið sér bólfestu á Íslandi á undanförnum árum og einnig eru byrjuð að koma fram neikvæð áhrif á einstaka heimskautalífverur og vistkerfi. Mestar breytingar hafa enn sem komið er orðið í vistkerfi hafsins. Nýir suðlægari fiskistofnar, eins og makríll, veiðast nú hér við land, og veiði annarra sem áður voru hér á norðurmörkum sínum, eins og skötusels, hefur aukist til muna. Þótt skammtímaáhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar á Íslandi séu að ýmsu leyti jákvæð geta þau orðið afdrifarík fyrir íslenskt samfélag til lengri tíma. Talið er að neikvæð áhrif loftslagsbreytinga muni bitna verst á almenningi í þróunarlöndum og auka fólksflótta frá þurrari svæðum. Það mun ógna pólitískum og efnahagslegum stöðugleika í veröldinni, og hin iðnvæddu ríki munu því ekki geta vikist undan þátttöku í lausn þess vanda.Samfélag manna Fá viðfangsefni vísinda og fræða eru eins samofin pólitísku valdatafli og orsakir loftslagsbreytinga. Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, hefur kynnt sér samfélagsleg áhrif loftslagshlýnunar og sérstaklega hvernig umræðu um þau er háttað. Þótt mikið hafi verið fjallað um loftslagsmál og þá vá sem vofir yfir virðist boðskapurinn ekki ná í gegn til almennings. Hvarvetna virðist vera of langt á milli orða og gerða. Ef til vill er það að hluta vegna þess að hættan virðist vera of fjarlæg til að hægt sé að vekja almenning til vitundar um hana. Svo fjarlæg að einfalt er að leiða umræðuna hjá sér. En ekki má gleyma því að gífurlegir fjárhagslegir hagsmunir eru tengdir orsakavöldum loftslagshlýnunar og aðgerðir til að stemma stigu við þeim munu snerta efnahag og hagsmuni mjög valdamikilla aðila í viðskipta- og fjármálaheiminum, og hafa áhrif á hagkerfi á heimsvísu. Því er ljóst að ákvarðanir um aðgerðir í þessum efnum verða ekki teknar átakalaust.Lokaorð Það er engum vafa undirorpið að loftslag er að breytast með tilheyrandi áhrifum á vistkerfi jarðar og samfélög manna. Brýnt er gera upplýsingar og umræður um loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar aðgengilegar almenningi með öfgalausum hætti og á vísindalegum grunni. Málþing um áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og samfélag manna var framlag Vísindafélags Íslendinga til þeirrar umræðu, en ræða þarf frekar fjölmargar hliðar þessa mikilvæga máls, ekki síst hvernig snúa má af þeirri óheillabraut sem leiðir af síaukinni mengun andrúmslofts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru flókin fyrirbæri og ekki auðvelt fyrir almenning að átta sig á hvernig beri að túlka niðurstöður vísinda- og fræðimanna. Það er því brýnt að sérfræðingar sem hafa látið sig þessi mál varða fjalli um staðreyndir og fræðikenningar á ábyrgan hátt og þannig að almenningur skilji þær. Vísindafélag Íslendinga hélt fyrir stuttu málþing þar sem nokkrir af okkar færustu sérfræðingum á sviði loftslags- og vistkerfisfræða fræddu almenning um stöðu mála og áhrif loftslagsbreytinga á samfélag manna.Loftslagsbreytingar Stöðugt berast tíðindi af öfgum í veðri, fellibyljum, kuldaköstum eða hitabylgjum og þurrkum með tilheyrandi afleiðingum víðs vegar um heiminn. Á málþinginu fjallaði Jón Egill Kristjánsson, veðurfræðingur og prófessor við Óslóarháskóla, um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Margir þættir hafa áhrif á loftslagið, svo sem aska eða ryk vegna eldgosa eða af mannavöldum, braut jarðar um sólu, og ýmsar innri sveiflur, en ekki er vafi á að losun koldíoxíðs af mannavöldum hefur sívaxandi áhrif. Öfgar í veðri hafa alltaf verið til staðar á jörðinni en nú eru sumar tegundir veðuröfga orðnar æ algengari, til dæmis hafa orðið gífurlegar hitabylgjur í Rússlandi, Mið-Evrópu og Bandaríkjunum á síðustu árum. Svo langvinnar og víðfeðmar hitabylgjur hafa til þessa verið afar fátíðar en nú hefur þeim fjölgað mjög með hrikalegum afleiðingum. Vandinn nær langt út yfir svæðin þar sem hitabylgjurnar verða, því loft- og sjávarhiti fara ört hækkandi á hnettinum öllum. Þessa sér þegar stað í bráðnun jökla og breyttum vistkerfum. Jón Egill segir nánast ógerlegt að útskýra hnattræna hlýnun án tillits til losunar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Ef komast á hjá þeim alvarlegu breytingum sem vofa yfir vistkerfum heimsins verður að draga verulega úr losun koldíoxíðs án tafar.Áhrif á jökla og sjávarborð Bráðnun jökla er einhver áþreifanlegasta birtingarmynd hlýnunar. Á málþinginu ræddi Helgi Björnsson, jöklafræðingur og vísindamaður við Háskóla Íslands, um bráðnun jökla sem reynist nú mun hraðari en gert var ráð fyrir í skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 um hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Jöklar hopa um allan heim, meðal annars hér á landi, hafís er óðum af hverfa á norðurslóðum og jöklar utan heimskautavæða rýrna hratt. Hert hefur á bráðnun Grænlandsjökuls og vesturhluta Suðurskautslandsins. Allt leiðir þetta til þess að sjávarborð hækkar, jökulár vaxa og jökulhlaupum fjölgar. Nú er talið að við næstu aldamót verði sjávarborð einum metra hærra en nú er. Við það eykst sjávarrof, sjávarflóð magnast, grunnvatn mengast, og láglendi fer á kaf víða um heim, á mörgum þéttbýlustu svæðum jarðar í Asíu en einnig í Norður-Evrópu og Ameríku, á strandsvæðum þar sem hundruð milljóna manna búa. Einnig nýta hundruð milljóna manna leysingarvatn frá jöklum til drykkjar og við áveitur og þegar jöklar hverfa verður gríðarlegur vatnsskortur allt frá fjallahéruðum til sjávar, ekki síst á mjög fjölmennum svæðum í Indlandi og Kína.Vistkerfið Loftslagsbreytingar hafa bein áhrif á vistkerfi, gróður og dýralíf, eins og Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógvistfræðingur og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, ræddi á málþinginu. Ísland er kjörið landsvæði fyrir rannsóknir á þessu sviði þar sem landið er á mörkum tveggja gróðurbelta, hins kaldtempraða og heimskautabeltisins. Bjarni sýndi hvernig Ísland hefur gróðurfarslega færst suður á bóginn vegna hlýnunar síðan um 1990, sem hefur t.d. haft mikil áhrif á landbúnað. Þetta sést enn fremur á því að suðrænni plöntur og dýr hafa tekið sér bólfestu á Íslandi á undanförnum árum og einnig eru byrjuð að koma fram neikvæð áhrif á einstaka heimskautalífverur og vistkerfi. Mestar breytingar hafa enn sem komið er orðið í vistkerfi hafsins. Nýir suðlægari fiskistofnar, eins og makríll, veiðast nú hér við land, og veiði annarra sem áður voru hér á norðurmörkum sínum, eins og skötusels, hefur aukist til muna. Þótt skammtímaáhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar á Íslandi séu að ýmsu leyti jákvæð geta þau orðið afdrifarík fyrir íslenskt samfélag til lengri tíma. Talið er að neikvæð áhrif loftslagsbreytinga muni bitna verst á almenningi í þróunarlöndum og auka fólksflótta frá þurrari svæðum. Það mun ógna pólitískum og efnahagslegum stöðugleika í veröldinni, og hin iðnvæddu ríki munu því ekki geta vikist undan þátttöku í lausn þess vanda.Samfélag manna Fá viðfangsefni vísinda og fræða eru eins samofin pólitísku valdatafli og orsakir loftslagsbreytinga. Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, hefur kynnt sér samfélagsleg áhrif loftslagshlýnunar og sérstaklega hvernig umræðu um þau er háttað. Þótt mikið hafi verið fjallað um loftslagsmál og þá vá sem vofir yfir virðist boðskapurinn ekki ná í gegn til almennings. Hvarvetna virðist vera of langt á milli orða og gerða. Ef til vill er það að hluta vegna þess að hættan virðist vera of fjarlæg til að hægt sé að vekja almenning til vitundar um hana. Svo fjarlæg að einfalt er að leiða umræðuna hjá sér. En ekki má gleyma því að gífurlegir fjárhagslegir hagsmunir eru tengdir orsakavöldum loftslagshlýnunar og aðgerðir til að stemma stigu við þeim munu snerta efnahag og hagsmuni mjög valdamikilla aðila í viðskipta- og fjármálaheiminum, og hafa áhrif á hagkerfi á heimsvísu. Því er ljóst að ákvarðanir um aðgerðir í þessum efnum verða ekki teknar átakalaust.Lokaorð Það er engum vafa undirorpið að loftslag er að breytast með tilheyrandi áhrifum á vistkerfi jarðar og samfélög manna. Brýnt er gera upplýsingar og umræður um loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar aðgengilegar almenningi með öfgalausum hætti og á vísindalegum grunni. Málþing um áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og samfélag manna var framlag Vísindafélags Íslendinga til þeirrar umræðu, en ræða þarf frekar fjölmargar hliðar þessa mikilvæga máls, ekki síst hvernig snúa má af þeirri óheillabraut sem leiðir af síaukinni mengun andrúmslofts.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar