100 milljóna mengunarskattur 28. desember 2012 06:00 Steinull hf. fékk litlu úthlutað af heimildum þar sem verksmiðjan notar mikið rafmagn. „Í okkar tilfelli er íslenskt rafmagn talið losa jafn mikið CO eins og rafmagn í Evrópu,“ segir Einar Einarsson forstjóri.fréttablaðið/vilhelm Um áramótin fellur stóriðjan á Íslandi undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir. Flugfélög hafa þurft að kaupa sér heimildir allt þetta ár en Alþingi samþykkti í desember breytingar á lögunum. Kerfið hefur verið starfrækt innan ESB síðan árið 2005, en það er meginstjórntæki sambandsins á sviði loftslagsmála. Því er ætlað að mynda hagræna hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Viðskiptakerfið byggist þannig upp að losun gróðurhúsalofttegunda er gerð háð losunarheimildum. Rekstraraðilum ber að standa skil á bókhaldinu og afhenda yfirvöldum losunarheimildir í samræmi við útblástur hvers árs. Hugi Ólafsson, sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir að heimildunum sé úthlutað að hluta til endurgjaldslaust og að hluta til séu þær boðnar upp. „Ef rekstraraðilar eiga fleiri losunarheimildir en þeir þurfa að nota geta þeir selt þær á markaði og að sama skapi geta þeir keypt losunarheimildir ef upp á vantar. Þannig myndar viðskiptakerfið hagrænan hvata til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, t.d. með því að fjárfesta í umhverfisvænni tækni eða hagræða með öðrum hætti í rekstri sínum.“Heimildir keyptar Evrópusambandið hefur gefið út viðmið sem nemur losun á 1,514 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á hvert framleitt tonn af áli. Kaupa þarf heimildir fyrir allt umfram það. Það er fundið út með því að taka saman frammistöðu þeirra tíu prósenta álvera í sambandinu sem minnst losa frá framleiðslu sinni. Á Íslandi voru framleidd 800 þúsund tonn af áli árið 2011. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, segir að meðallosun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli hafi verið 1,6 tonn á síðasta ári. Það þýðir að kaupa þarf heimildir fyrir losun tæplega hálfs kílós af gróðurhúsalofttegundum fyrir hvert tonn af áli.Á að draga úr mengun Þorsteinn segir að innan framkvæmdastjórnar ESB séu uppi hugmyndir um að minnka pottinn þannig að færri losunarheimildir séu í boði. Með því eigi að hækka verðið á heimildunum. „Meðalverðið í dag er um sjö evrur á hvert tonn, en það þykir allt of lágt. Framkvæmdastjórnin hefur jafnvel rætt það að setja gólf á verðið, en markmið hennar er að verðið á tonninu sé ekki undir 15 evrum.“ Það þýðir að kostnaður sem leggst á álfyrirtækin verður um 75 til 100 milljónir strax, en getur tvöfaldast hækki verðið eins og stefnt er að. „Endanlegur kostnaður veltur náttúrulega líka á því hvernig fyrirtækjunum tekst að draga úr losun,“ segir Þorsteinn. Hærra verð á því að auka hagræna hvata til minni mengunar þegar fyrirtæki standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að kaupa viðbótarlosunarheimildir, koma fyrir búnaði eða breyta aðferðum til að draga úr losun eða, ef nauðsyn þykir, draga úr framleiðslu. Loftslagsmál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Um áramótin fellur stóriðjan á Íslandi undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir. Flugfélög hafa þurft að kaupa sér heimildir allt þetta ár en Alþingi samþykkti í desember breytingar á lögunum. Kerfið hefur verið starfrækt innan ESB síðan árið 2005, en það er meginstjórntæki sambandsins á sviði loftslagsmála. Því er ætlað að mynda hagræna hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Viðskiptakerfið byggist þannig upp að losun gróðurhúsalofttegunda er gerð háð losunarheimildum. Rekstraraðilum ber að standa skil á bókhaldinu og afhenda yfirvöldum losunarheimildir í samræmi við útblástur hvers árs. Hugi Ólafsson, sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir að heimildunum sé úthlutað að hluta til endurgjaldslaust og að hluta til séu þær boðnar upp. „Ef rekstraraðilar eiga fleiri losunarheimildir en þeir þurfa að nota geta þeir selt þær á markaði og að sama skapi geta þeir keypt losunarheimildir ef upp á vantar. Þannig myndar viðskiptakerfið hagrænan hvata til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, t.d. með því að fjárfesta í umhverfisvænni tækni eða hagræða með öðrum hætti í rekstri sínum.“Heimildir keyptar Evrópusambandið hefur gefið út viðmið sem nemur losun á 1,514 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á hvert framleitt tonn af áli. Kaupa þarf heimildir fyrir allt umfram það. Það er fundið út með því að taka saman frammistöðu þeirra tíu prósenta álvera í sambandinu sem minnst losa frá framleiðslu sinni. Á Íslandi voru framleidd 800 þúsund tonn af áli árið 2011. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, segir að meðallosun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli hafi verið 1,6 tonn á síðasta ári. Það þýðir að kaupa þarf heimildir fyrir losun tæplega hálfs kílós af gróðurhúsalofttegundum fyrir hvert tonn af áli.Á að draga úr mengun Þorsteinn segir að innan framkvæmdastjórnar ESB séu uppi hugmyndir um að minnka pottinn þannig að færri losunarheimildir séu í boði. Með því eigi að hækka verðið á heimildunum. „Meðalverðið í dag er um sjö evrur á hvert tonn, en það þykir allt of lágt. Framkvæmdastjórnin hefur jafnvel rætt það að setja gólf á verðið, en markmið hennar er að verðið á tonninu sé ekki undir 15 evrum.“ Það þýðir að kostnaður sem leggst á álfyrirtækin verður um 75 til 100 milljónir strax, en getur tvöfaldast hækki verðið eins og stefnt er að. „Endanlegur kostnaður veltur náttúrulega líka á því hvernig fyrirtækjunum tekst að draga úr losun,“ segir Þorsteinn. Hærra verð á því að auka hagræna hvata til minni mengunar þegar fyrirtæki standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að kaupa viðbótarlosunarheimildir, koma fyrir búnaði eða breyta aðferðum til að draga úr losun eða, ef nauðsyn þykir, draga úr framleiðslu.
Loftslagsmál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira