Eða þannig Guðmundur Andri Thorsson skrifar 2. september 2013 07:00 „Við Bjarni [Benediktsson] erum algjörlega að tala í takt varðandi þetta mál“, var haft eftir utanríkisráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, í vikunni í Morgunblaðinu: þeir tala í takt – svona eins og rapparar gera. Það er meira en sagt verður um forseta Alþingis, forsætisnefnd Alþingis og utanríkisráðherrann því að í vikunni fékk ráðherrann ofanígjöf frá forráðamönnum Alþingis fyrir þá hugmynd sína að hægt væri að slíta viðræðum við ESB án atbeina Alþingis.Hætt en ekki slitið Í Moggaviðtalinu leitaðist Gunnar Bragi við að skýra stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálefnum í kjölfar þess að tilkynnt hefur verið að viðræðunefnd Íslendinga verði leyst upp, viðræðum við ESB hætt og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekki stendur til að halda – en heldur ekki slitið nema að undangenginni þingsályktun sem ekki stendur til að leggja fram. Eða þannig. Gunnar Bragi mótmælti því hins vegar sköruglega að viðræðum hefði verið slitið. Þeim hefur bara verið hætt. Á þessu er reginmunur eins og allir hljóta að sjá. Ráðherrann er bæði sár og reiður yfir því sem hann kallaði „útúrsnúning“ og „misskilning“ þeirra sem hafa lesið úr orðum hans og aðgerðum að þessum viðræðum hafi verið slitið. Eða þannig. Og sökum þess að Íslendingar eiga enn – formlega – í aðildarviðræðum við Evrópusambandið lítur ríkisstjórnin svo á að þjóðin eigi að njóta svonefndra IPA-styrkja sem Evrópusambandið veitir þeim þjóðum sem eiga í viðræðum við það til þess að þær eigi hægara með að taka upp ýmislegt úr regluverki sambandsins sem kostnaður kann að fylgja, svo sem eins og strangar og fjárfrekar mengunarvarnir (til dæmis skolphreinsun) og eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja, en mörgum hér finnst hvort tveggja óþolandi hnýsni og afskiptasemi í garð frjálsborinna einstaklinga sem verði bara hraustir af því að fá svolítið skolp í vatnið sitt og verði að fá að spreyta sig svolítið á því að féfletta samborgana í heilbrigðri samkeppni. (Stundum finnst manni raunar að íslenska þjóðin skiptist í þrennt: þau sem seldu á réttum tíma í Decode og þau sem keyptu á röngum tíma í Decode. Og svo við hin, sem aldrei föttum neitt.)Stendur aðlögunarferlið enn? En við erum sem sé í þessum félagsskap sem kallast EES, Evrópska efnahagssvæðið. Með því móti fáum við lífsnauðsynlegan aðgang að evrópskum mörkuðum en þurfum á móti að innleiða hér eitt og annað úr evrópsku regluverki, sem gengið hefur upp og ofan að uppfylla – en erum á ýmsum undanþágum þar, vegna þess að „hér varð hrun“ og við höfum átt í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Nú erum við ekki lengur í því ferli og erum þó ekki hætt – eða þannig. Meðal þess sem fer í bága við regluverk EES eru sjálf gjaldeyrishöftin – en þegar búið verður að afnema verðtrygginguna verða þau höft og verðbólgan helstu stoðirnar undir því að innleiða hér nýjan Framsóknaráratug í anda þess sem hér ríkti milli 1970 og 1980 og við þessi eldri munum. Það verður fjör. Alþingi berast á ári hverju ótal lög og reglugerðir frá Evrópusambandinu sem verða til þar innan dyra án okkar atbeina enda viljum við bara taka við lögum og bölva þeim, en ekki standa í því veseni sem fylgir því að semja þau. Þetta eru til dæmis lög og reglugerðir varðandi mengunarvarnir og eftirlit með starfsemi fjármálastofnana. En nú nýtur engra IPA-styrkja frá hinum sameiginlegu sjóðum þjóðanna í Evrópu við að standa straum af þeim kostnaði sem af þessu hlýst. Ein helsta röksemdin sem neisinnar notuðu gegn því að ljúka aðildarviðræðum, og taka þá afstöðu til aðildar á grundvelli staðreynda frekar en tröllasagna, var sú að þetta væru í raun réttri ekki aðildarviðræður heldur „aðlögunarferli“. Sú ríka áhersla sem neisinnar hafa lagt á þetta orð, „aðlögunarferli“, hefur meðal annars leitt af sér þann skringilega málatilbúnað Páls Vilhjálmssonar foringja þeirra, að segja öllum finnanlegum orðbókum stríð á hendur. En sem sé, nú hafa hann og skoðanasystkini hans haft sitt fram. Þau unnu. Við segjum nei við ESB og já við Framsóknaráratugnum. En nú kemur samt sem áður upp þessi spurning: Nú þegar „aðildarviðræðum“ hefur verið – uhh – hætt, getur hugsast að „aðlögunarferlið“ standi samt enn? Án IPA-styrkja? Neisinnar sögðu öll þau lög og reglugerðir sem okkur er gert að taka upp vegna aðildar okkar að EES vera til marks um að aðildarviðræðurnar að ESB væru í raun aðlögunarferli að sambandinu. Og nú þegar aðildarviðræðum hefur verið – uhh – hætt – ættu þá viðkomandi lög og reglur ekki þá jafnframt að hætta að berast? Eða var bara skrúfað fyrir peningana? Þessi ríkisstjórn sem meira hefur gert af því að afþakka tekjur en nokkur önnur ríkisstjórn á byggðu bóli – getur hugsast að hún hafi haldið svo á málum, að við fáum lögin og reglugerðirnar frá ESB en ekki féð sem á að fylgja til að létta okkur kostnaðinn við að innleiða þau? Í aðlögunarferlinu að engu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
„Við Bjarni [Benediktsson] erum algjörlega að tala í takt varðandi þetta mál“, var haft eftir utanríkisráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, í vikunni í Morgunblaðinu: þeir tala í takt – svona eins og rapparar gera. Það er meira en sagt verður um forseta Alþingis, forsætisnefnd Alþingis og utanríkisráðherrann því að í vikunni fékk ráðherrann ofanígjöf frá forráðamönnum Alþingis fyrir þá hugmynd sína að hægt væri að slíta viðræðum við ESB án atbeina Alþingis.Hætt en ekki slitið Í Moggaviðtalinu leitaðist Gunnar Bragi við að skýra stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálefnum í kjölfar þess að tilkynnt hefur verið að viðræðunefnd Íslendinga verði leyst upp, viðræðum við ESB hætt og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekki stendur til að halda – en heldur ekki slitið nema að undangenginni þingsályktun sem ekki stendur til að leggja fram. Eða þannig. Gunnar Bragi mótmælti því hins vegar sköruglega að viðræðum hefði verið slitið. Þeim hefur bara verið hætt. Á þessu er reginmunur eins og allir hljóta að sjá. Ráðherrann er bæði sár og reiður yfir því sem hann kallaði „útúrsnúning“ og „misskilning“ þeirra sem hafa lesið úr orðum hans og aðgerðum að þessum viðræðum hafi verið slitið. Eða þannig. Og sökum þess að Íslendingar eiga enn – formlega – í aðildarviðræðum við Evrópusambandið lítur ríkisstjórnin svo á að þjóðin eigi að njóta svonefndra IPA-styrkja sem Evrópusambandið veitir þeim þjóðum sem eiga í viðræðum við það til þess að þær eigi hægara með að taka upp ýmislegt úr regluverki sambandsins sem kostnaður kann að fylgja, svo sem eins og strangar og fjárfrekar mengunarvarnir (til dæmis skolphreinsun) og eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja, en mörgum hér finnst hvort tveggja óþolandi hnýsni og afskiptasemi í garð frjálsborinna einstaklinga sem verði bara hraustir af því að fá svolítið skolp í vatnið sitt og verði að fá að spreyta sig svolítið á því að féfletta samborgana í heilbrigðri samkeppni. (Stundum finnst manni raunar að íslenska þjóðin skiptist í þrennt: þau sem seldu á réttum tíma í Decode og þau sem keyptu á röngum tíma í Decode. Og svo við hin, sem aldrei föttum neitt.)Stendur aðlögunarferlið enn? En við erum sem sé í þessum félagsskap sem kallast EES, Evrópska efnahagssvæðið. Með því móti fáum við lífsnauðsynlegan aðgang að evrópskum mörkuðum en þurfum á móti að innleiða hér eitt og annað úr evrópsku regluverki, sem gengið hefur upp og ofan að uppfylla – en erum á ýmsum undanþágum þar, vegna þess að „hér varð hrun“ og við höfum átt í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Nú erum við ekki lengur í því ferli og erum þó ekki hætt – eða þannig. Meðal þess sem fer í bága við regluverk EES eru sjálf gjaldeyrishöftin – en þegar búið verður að afnema verðtrygginguna verða þau höft og verðbólgan helstu stoðirnar undir því að innleiða hér nýjan Framsóknaráratug í anda þess sem hér ríkti milli 1970 og 1980 og við þessi eldri munum. Það verður fjör. Alþingi berast á ári hverju ótal lög og reglugerðir frá Evrópusambandinu sem verða til þar innan dyra án okkar atbeina enda viljum við bara taka við lögum og bölva þeim, en ekki standa í því veseni sem fylgir því að semja þau. Þetta eru til dæmis lög og reglugerðir varðandi mengunarvarnir og eftirlit með starfsemi fjármálastofnana. En nú nýtur engra IPA-styrkja frá hinum sameiginlegu sjóðum þjóðanna í Evrópu við að standa straum af þeim kostnaði sem af þessu hlýst. Ein helsta röksemdin sem neisinnar notuðu gegn því að ljúka aðildarviðræðum, og taka þá afstöðu til aðildar á grundvelli staðreynda frekar en tröllasagna, var sú að þetta væru í raun réttri ekki aðildarviðræður heldur „aðlögunarferli“. Sú ríka áhersla sem neisinnar hafa lagt á þetta orð, „aðlögunarferli“, hefur meðal annars leitt af sér þann skringilega málatilbúnað Páls Vilhjálmssonar foringja þeirra, að segja öllum finnanlegum orðbókum stríð á hendur. En sem sé, nú hafa hann og skoðanasystkini hans haft sitt fram. Þau unnu. Við segjum nei við ESB og já við Framsóknaráratugnum. En nú kemur samt sem áður upp þessi spurning: Nú þegar „aðildarviðræðum“ hefur verið – uhh – hætt, getur hugsast að „aðlögunarferlið“ standi samt enn? Án IPA-styrkja? Neisinnar sögðu öll þau lög og reglugerðir sem okkur er gert að taka upp vegna aðildar okkar að EES vera til marks um að aðildarviðræðurnar að ESB væru í raun aðlögunarferli að sambandinu. Og nú þegar aðildarviðræðum hefur verið – uhh – hætt – ættu þá viðkomandi lög og reglur ekki þá jafnframt að hætta að berast? Eða var bara skrúfað fyrir peningana? Þessi ríkisstjórn sem meira hefur gert af því að afþakka tekjur en nokkur önnur ríkisstjórn á byggðu bóli – getur hugsast að hún hafi haldið svo á málum, að við fáum lögin og reglugerðirnar frá ESB en ekki féð sem á að fylgja til að létta okkur kostnaðinn við að innleiða þau? Í aðlögunarferlinu að engu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun