Óttast að RGIII sé með slitið krossband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2013 16:45 RGIII, eins og hann er kallaður, meiðist í leiknum um helgina. Mynd/AP Robert Griffin þriðji, leikstjórnandi NFL-liðsins Washington Redskins, þarf að fara til sérfræðings í dag vegna hnémeiðsla. Griffin er orðinn einn allra þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna eftir frábært tímabil með Washington. Hann er einn þeirra sem þykir líklegur til að verða valinn nýliði ársins og jafnvel besti sóknarmaður tímabilsins. Hann fór með lið sitt í úrslitakeppnina þar sem Washington mátti reyndar þola tap fyrir Seattle strax í fyrstu umferðinni sem fór fram nú um helgina. Washington komst reyndar í 14-0 forystu í leiknum en þá tóku hnémeiðsli Griffin sig upp og sóknarleikur liðsins hrundi. Griffin hélt áfram að spila en Seattle skoraði 24 stig í röð og fagnaði sigri. Griffin þurfti svo að yfirgefa völlinn í fjórða leikhluta eftir að hnéð gaf sig endanlega. Þá strax var óttast að meiðslin væru alvarleg. Griffin sleit krossband í þessu sama hné árið 2009 er hann spilaði með háskólaliði Baylor. Hann fór í segulómskoðun í gær og voru niðurstöðurnar ófullnægjandi, að sögn Mike Shanahan, þjálfara Redskins. Shanahan sagði að gömul meiðsli villa oft fyrir í slíkum skoðunum og því þurfi Griffin að fara til sérfræðings. En ef krossbandið er slitið á ný er líklegt að hann þurfi að fara í aðgerð og verði af þeim sökum frá næstu 9-12 mánuðina. Nýtt tímabil hefst í september næstkomandi. NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Robert Griffin þriðji, leikstjórnandi NFL-liðsins Washington Redskins, þarf að fara til sérfræðings í dag vegna hnémeiðsla. Griffin er orðinn einn allra þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna eftir frábært tímabil með Washington. Hann er einn þeirra sem þykir líklegur til að verða valinn nýliði ársins og jafnvel besti sóknarmaður tímabilsins. Hann fór með lið sitt í úrslitakeppnina þar sem Washington mátti reyndar þola tap fyrir Seattle strax í fyrstu umferðinni sem fór fram nú um helgina. Washington komst reyndar í 14-0 forystu í leiknum en þá tóku hnémeiðsli Griffin sig upp og sóknarleikur liðsins hrundi. Griffin hélt áfram að spila en Seattle skoraði 24 stig í röð og fagnaði sigri. Griffin þurfti svo að yfirgefa völlinn í fjórða leikhluta eftir að hnéð gaf sig endanlega. Þá strax var óttast að meiðslin væru alvarleg. Griffin sleit krossband í þessu sama hné árið 2009 er hann spilaði með háskólaliði Baylor. Hann fór í segulómskoðun í gær og voru niðurstöðurnar ófullnægjandi, að sögn Mike Shanahan, þjálfara Redskins. Shanahan sagði að gömul meiðsli villa oft fyrir í slíkum skoðunum og því þurfi Griffin að fara til sérfræðings. En ef krossbandið er slitið á ný er líklegt að hann þurfi að fara í aðgerð og verði af þeim sökum frá næstu 9-12 mánuðina. Nýtt tímabil hefst í september næstkomandi.
NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira