NFL: Wilson hafði betur í baráttu nýliðanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2013 09:41 RGIII óskar Wilson til hamingju eftir leikinn í gær. Mynd/AP Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina en þá fóru svokallaðir Wild Card-leikir fram. Alls komast tólf lið í úrslitakeppnina ár hvert en þau fjögur bestu sitja hjá í fyrstu umferðinni. Hin átta bítast þá um fjögur laus sæti í 8-liða úrslitum. Houston, Green Bay, Baltimore og Seattle höfðu öll betur í sínum viðureignum um helgina en hér neðst í fréttinni má sjá hvernig fjórðungsúrslitin raðast upp um næstu helgi. Á laugardaginn komust fyrstu tvö liðin áfram eins og lesa má um hér og í gær kláraðist Wild Card-helgin með tveimur spennandi viðureignum. Baltimore Ravens hafði betur gegn Indianapolis Colts, 24-9, þar sem athyglin beindist að varnarmanninum Ray Lewis. Hann tilkynnti fyrir leikinn að hann myndi hætta eftir tímabilið og var þetta hans síðasti leikur á heimavelli Baltimore, þar sem hann hefur spilað öll sín sautján ár í NFL-deildinni. Lewis hefur reyndar spilað með Baltimore Ravens frá stofnun félagsins og er hann eini leikmaðurinn sem enn er að spila í NFL-deildinni af þeim sem voru með fyrsta ár félagsins í deildinni. Þetta var líka fyrsti leikur Lewis síðan hann meiddist um miðjan október og var varnarleikur Baltimore frábær allan leikinn. Leikstjórnandi Colts, Andrew Luck, náði sér aldrei á strik og komu einu stig liðsins eftir þrjú vallarmörk. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, átti hins vegar fínan leik og dældi boltanum grimmt á útherjann Anquan Boldin sem skoraði til að mynda snertimarkið sem tryggði Baltimore sigur í leiknum. Leikur Washington Redskins og Seattle Seahawks í gærkvöldi var svo barátta tveggja nýliða - leikstjórnandanna Robert Griffin þriðja og Russel Wilson. Griffin er orðin ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar en Wilson sýndi á lokaspretti deildarinnar að hann er ekki mikið lakari leikmaður. Svo fór að Seattle vann, 24-14, þrátt fyrir að hafa lent 14-0 undir strax í fyrsta leikhluta. Griffin, sem var tæpur vegna hnémeiðsla fyrir leikinn, virtist hins vegar meiðast undir lok fyrsta leikhluta. Griffin hélt þó áfram að spila en náði sér aldrei á strik aftur - né heldur sóknarleikur Washington. Seattle gekk á lagið og Wilson, ásamt hlauparanum Marshawn Lynch, sá fyrir sigri sinna manna. Hnéð gaf sig svo endanlega í fjórða leikhluta hjá Griffin sem gat ekki klárað leikinn. Varamaðurinn Kirk Cousins kom inn á í hans stöðu en náði ekki að koma Washington aftur á réttan kjöl. Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðsli Griffin eru.Átta liða úrslitin:Ameríkudeildin: Laugardagur: Denver - Baltimore Sunnudagur: New England - HoustonÞjóðardeildin: Laugardagur: San Francisco - Green Bay Sunnudagur: Atlanta - Seattle NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina en þá fóru svokallaðir Wild Card-leikir fram. Alls komast tólf lið í úrslitakeppnina ár hvert en þau fjögur bestu sitja hjá í fyrstu umferðinni. Hin átta bítast þá um fjögur laus sæti í 8-liða úrslitum. Houston, Green Bay, Baltimore og Seattle höfðu öll betur í sínum viðureignum um helgina en hér neðst í fréttinni má sjá hvernig fjórðungsúrslitin raðast upp um næstu helgi. Á laugardaginn komust fyrstu tvö liðin áfram eins og lesa má um hér og í gær kláraðist Wild Card-helgin með tveimur spennandi viðureignum. Baltimore Ravens hafði betur gegn Indianapolis Colts, 24-9, þar sem athyglin beindist að varnarmanninum Ray Lewis. Hann tilkynnti fyrir leikinn að hann myndi hætta eftir tímabilið og var þetta hans síðasti leikur á heimavelli Baltimore, þar sem hann hefur spilað öll sín sautján ár í NFL-deildinni. Lewis hefur reyndar spilað með Baltimore Ravens frá stofnun félagsins og er hann eini leikmaðurinn sem enn er að spila í NFL-deildinni af þeim sem voru með fyrsta ár félagsins í deildinni. Þetta var líka fyrsti leikur Lewis síðan hann meiddist um miðjan október og var varnarleikur Baltimore frábær allan leikinn. Leikstjórnandi Colts, Andrew Luck, náði sér aldrei á strik og komu einu stig liðsins eftir þrjú vallarmörk. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, átti hins vegar fínan leik og dældi boltanum grimmt á útherjann Anquan Boldin sem skoraði til að mynda snertimarkið sem tryggði Baltimore sigur í leiknum. Leikur Washington Redskins og Seattle Seahawks í gærkvöldi var svo barátta tveggja nýliða - leikstjórnandanna Robert Griffin þriðja og Russel Wilson. Griffin er orðin ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar en Wilson sýndi á lokaspretti deildarinnar að hann er ekki mikið lakari leikmaður. Svo fór að Seattle vann, 24-14, þrátt fyrir að hafa lent 14-0 undir strax í fyrsta leikhluta. Griffin, sem var tæpur vegna hnémeiðsla fyrir leikinn, virtist hins vegar meiðast undir lok fyrsta leikhluta. Griffin hélt þó áfram að spila en náði sér aldrei á strik aftur - né heldur sóknarleikur Washington. Seattle gekk á lagið og Wilson, ásamt hlauparanum Marshawn Lynch, sá fyrir sigri sinna manna. Hnéð gaf sig svo endanlega í fjórða leikhluta hjá Griffin sem gat ekki klárað leikinn. Varamaðurinn Kirk Cousins kom inn á í hans stöðu en náði ekki að koma Washington aftur á réttan kjöl. Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðsli Griffin eru.Átta liða úrslitin:Ameríkudeildin: Laugardagur: Denver - Baltimore Sunnudagur: New England - HoustonÞjóðardeildin: Laugardagur: San Francisco - Green Bay Sunnudagur: Atlanta - Seattle
NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira