NFL: Wilson hafði betur í baráttu nýliðanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2013 09:41 RGIII óskar Wilson til hamingju eftir leikinn í gær. Mynd/AP Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina en þá fóru svokallaðir Wild Card-leikir fram. Alls komast tólf lið í úrslitakeppnina ár hvert en þau fjögur bestu sitja hjá í fyrstu umferðinni. Hin átta bítast þá um fjögur laus sæti í 8-liða úrslitum. Houston, Green Bay, Baltimore og Seattle höfðu öll betur í sínum viðureignum um helgina en hér neðst í fréttinni má sjá hvernig fjórðungsúrslitin raðast upp um næstu helgi. Á laugardaginn komust fyrstu tvö liðin áfram eins og lesa má um hér og í gær kláraðist Wild Card-helgin með tveimur spennandi viðureignum. Baltimore Ravens hafði betur gegn Indianapolis Colts, 24-9, þar sem athyglin beindist að varnarmanninum Ray Lewis. Hann tilkynnti fyrir leikinn að hann myndi hætta eftir tímabilið og var þetta hans síðasti leikur á heimavelli Baltimore, þar sem hann hefur spilað öll sín sautján ár í NFL-deildinni. Lewis hefur reyndar spilað með Baltimore Ravens frá stofnun félagsins og er hann eini leikmaðurinn sem enn er að spila í NFL-deildinni af þeim sem voru með fyrsta ár félagsins í deildinni. Þetta var líka fyrsti leikur Lewis síðan hann meiddist um miðjan október og var varnarleikur Baltimore frábær allan leikinn. Leikstjórnandi Colts, Andrew Luck, náði sér aldrei á strik og komu einu stig liðsins eftir þrjú vallarmörk. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, átti hins vegar fínan leik og dældi boltanum grimmt á útherjann Anquan Boldin sem skoraði til að mynda snertimarkið sem tryggði Baltimore sigur í leiknum. Leikur Washington Redskins og Seattle Seahawks í gærkvöldi var svo barátta tveggja nýliða - leikstjórnandanna Robert Griffin þriðja og Russel Wilson. Griffin er orðin ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar en Wilson sýndi á lokaspretti deildarinnar að hann er ekki mikið lakari leikmaður. Svo fór að Seattle vann, 24-14, þrátt fyrir að hafa lent 14-0 undir strax í fyrsta leikhluta. Griffin, sem var tæpur vegna hnémeiðsla fyrir leikinn, virtist hins vegar meiðast undir lok fyrsta leikhluta. Griffin hélt þó áfram að spila en náði sér aldrei á strik aftur - né heldur sóknarleikur Washington. Seattle gekk á lagið og Wilson, ásamt hlauparanum Marshawn Lynch, sá fyrir sigri sinna manna. Hnéð gaf sig svo endanlega í fjórða leikhluta hjá Griffin sem gat ekki klárað leikinn. Varamaðurinn Kirk Cousins kom inn á í hans stöðu en náði ekki að koma Washington aftur á réttan kjöl. Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðsli Griffin eru.Átta liða úrslitin:Ameríkudeildin: Laugardagur: Denver - Baltimore Sunnudagur: New England - HoustonÞjóðardeildin: Laugardagur: San Francisco - Green Bay Sunnudagur: Atlanta - Seattle NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Sjá meira
Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina en þá fóru svokallaðir Wild Card-leikir fram. Alls komast tólf lið í úrslitakeppnina ár hvert en þau fjögur bestu sitja hjá í fyrstu umferðinni. Hin átta bítast þá um fjögur laus sæti í 8-liða úrslitum. Houston, Green Bay, Baltimore og Seattle höfðu öll betur í sínum viðureignum um helgina en hér neðst í fréttinni má sjá hvernig fjórðungsúrslitin raðast upp um næstu helgi. Á laugardaginn komust fyrstu tvö liðin áfram eins og lesa má um hér og í gær kláraðist Wild Card-helgin með tveimur spennandi viðureignum. Baltimore Ravens hafði betur gegn Indianapolis Colts, 24-9, þar sem athyglin beindist að varnarmanninum Ray Lewis. Hann tilkynnti fyrir leikinn að hann myndi hætta eftir tímabilið og var þetta hans síðasti leikur á heimavelli Baltimore, þar sem hann hefur spilað öll sín sautján ár í NFL-deildinni. Lewis hefur reyndar spilað með Baltimore Ravens frá stofnun félagsins og er hann eini leikmaðurinn sem enn er að spila í NFL-deildinni af þeim sem voru með fyrsta ár félagsins í deildinni. Þetta var líka fyrsti leikur Lewis síðan hann meiddist um miðjan október og var varnarleikur Baltimore frábær allan leikinn. Leikstjórnandi Colts, Andrew Luck, náði sér aldrei á strik og komu einu stig liðsins eftir þrjú vallarmörk. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, átti hins vegar fínan leik og dældi boltanum grimmt á útherjann Anquan Boldin sem skoraði til að mynda snertimarkið sem tryggði Baltimore sigur í leiknum. Leikur Washington Redskins og Seattle Seahawks í gærkvöldi var svo barátta tveggja nýliða - leikstjórnandanna Robert Griffin þriðja og Russel Wilson. Griffin er orðin ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar en Wilson sýndi á lokaspretti deildarinnar að hann er ekki mikið lakari leikmaður. Svo fór að Seattle vann, 24-14, þrátt fyrir að hafa lent 14-0 undir strax í fyrsta leikhluta. Griffin, sem var tæpur vegna hnémeiðsla fyrir leikinn, virtist hins vegar meiðast undir lok fyrsta leikhluta. Griffin hélt þó áfram að spila en náði sér aldrei á strik aftur - né heldur sóknarleikur Washington. Seattle gekk á lagið og Wilson, ásamt hlauparanum Marshawn Lynch, sá fyrir sigri sinna manna. Hnéð gaf sig svo endanlega í fjórða leikhluta hjá Griffin sem gat ekki klárað leikinn. Varamaðurinn Kirk Cousins kom inn á í hans stöðu en náði ekki að koma Washington aftur á réttan kjöl. Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðsli Griffin eru.Átta liða úrslitin:Ameríkudeildin: Laugardagur: Denver - Baltimore Sunnudagur: New England - HoustonÞjóðardeildin: Laugardagur: San Francisco - Green Bay Sunnudagur: Atlanta - Seattle
NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Sjá meira