Körfubolti

Ótrúlegur endurkomusigur Njarðvíkurkvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lele Hardy
Lele Hardy Mynd/Daníel
Njarðvíkurkonur enduðu sex leikja taphrinu sína í Dominos-deild kvenna í körfubolta með dramatískum 87-85 endurkomusigri á móti botnliði Fjölnis. Fjölnir náði mest 20 stiga forskoti í leiknum og var fimmtán stigum yfir í hálfleik, 44-29.

Lele Hardy, spilandi þjálfari Njarðvíkur, skoraði fjögur síðustu stig leiksins og tryggði sínu liði mikilvægan sigur í fallbaráttunni. Hardy var með 46 stig, 18 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum þar af skoraði hún 27 stig í seinni hálfleiknum sem Njarðvík vann 58-41.

Njarðvík náði með þessu fjögurra stiga forskoti á Fjölni og komst um leið upp að hlið Grindavíkur í 6. til 7. sæti deildarinnar.

Lele Hardy var langatkvæðamest hjá Njarðvík en þær Eyrún Líf Sigurðardóttir og Svava Ósk Stefánsdóttir skoruðu báðar 11 stig. Britney Jones var með 29 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst hjá Fjölni og Bergdís Ragnarsdóttir bætti við 19 stigum og 11 fráköstum. Hrund Jóhannsdóttir og Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir skoruðu báðar 14 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×