Úrslitakeppni NFL hefst í kvöld - allt í beinni á ESPN America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 21:00 Úr leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings um síðustu helgi en þau mætast aftur í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Úrslitakeppni ameríska fótboltans fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaði í kvöld og nótt en eins verða leikir annað kvöld. Það er hægt að sjá þessa leiki í beinni útsendingu á ESPN America sem er á rás 43 í Fjölvarpinu. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni "Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. Denver Broncos og New England Patriots sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Atlanta Falcons og San Francisco 49ers sem fá dýrmæta hvíld um helgina en 17. og síðasta umferð deildarkeppninnar fór fram um síðustu helgi. Fyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.30 að íslenskum tíma og er á milli Houston Texans og Cincinnati Bengals. Seinna í kvöld mætast síðan Green Bay Packers og Minnesota Vikings en sá leikur hefst ekki fyrr en eitt að íslenskum tíma. Green Bay Packers og Houston Texans áttu bæði góða möguleika á því að sleppa við að spila um þessa helgi en missti af möguleikanum með tapi í lokaumferðinni. Green Bay Packers tapaði þar fyrir Minnesota Vikings á útivelli en liðin mætast nú aftur en að þessu sinni á heimavelli Green Bay. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Baltimore Ravens og Indianapolis Colts mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21.30 spila síðan Washington Redskins og Seattle Seahawks. Fjórir mest spennandi nýliðar tímabilsins verða í sviðsljósinu í þessum leikjum en þrjú liðanna eru með frábæran nýliða í stöðu leikstjórnanda. Andrew Luck er hjá Indianapolis Colts, Russell Wilson spilar með Seattle Seahawks og Robert Griffin III er hjá Washington Redskins en þar er einnig nýliði hlauparinn öflugi Alfred Morris.Leikir helgarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar:(Íslenskir tímar, allt í beinni á ESPN America)Þjóðardeildin Laugardagur klukkan 1.00 Green Bay Packers - Minnesota Vikings Sunnudagur klukkan 21.30 Washington Redskins - Seattle SeahawksAmeríkudeildin Laugardagur klukkan 21.30 Houston Texans - Cincinnati Bengals Sunnudagur klukkan 18.00 Baltimore Ravens - Indianapolis Colts NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Úrslitakeppni ameríska fótboltans fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaði í kvöld og nótt en eins verða leikir annað kvöld. Það er hægt að sjá þessa leiki í beinni útsendingu á ESPN America sem er á rás 43 í Fjölvarpinu. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni "Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. Denver Broncos og New England Patriots sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Atlanta Falcons og San Francisco 49ers sem fá dýrmæta hvíld um helgina en 17. og síðasta umferð deildarkeppninnar fór fram um síðustu helgi. Fyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.30 að íslenskum tíma og er á milli Houston Texans og Cincinnati Bengals. Seinna í kvöld mætast síðan Green Bay Packers og Minnesota Vikings en sá leikur hefst ekki fyrr en eitt að íslenskum tíma. Green Bay Packers og Houston Texans áttu bæði góða möguleika á því að sleppa við að spila um þessa helgi en missti af möguleikanum með tapi í lokaumferðinni. Green Bay Packers tapaði þar fyrir Minnesota Vikings á útivelli en liðin mætast nú aftur en að þessu sinni á heimavelli Green Bay. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Baltimore Ravens og Indianapolis Colts mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21.30 spila síðan Washington Redskins og Seattle Seahawks. Fjórir mest spennandi nýliðar tímabilsins verða í sviðsljósinu í þessum leikjum en þrjú liðanna eru með frábæran nýliða í stöðu leikstjórnanda. Andrew Luck er hjá Indianapolis Colts, Russell Wilson spilar með Seattle Seahawks og Robert Griffin III er hjá Washington Redskins en þar er einnig nýliði hlauparinn öflugi Alfred Morris.Leikir helgarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar:(Íslenskir tímar, allt í beinni á ESPN America)Þjóðardeildin Laugardagur klukkan 1.00 Green Bay Packers - Minnesota Vikings Sunnudagur klukkan 21.30 Washington Redskins - Seattle SeahawksAmeríkudeildin Laugardagur klukkan 21.30 Houston Texans - Cincinnati Bengals Sunnudagur klukkan 18.00 Baltimore Ravens - Indianapolis Colts
NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira