Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson vann sigur í þriggja stiga keppninni á Stjörnuleik KKÍ sem fram fór í Ásgarði í dag.
Hann vann eftir æsispennandi keppni við ÍR-inginn Eric James Palm en framlengja þurfti leik þeirra. Magnús vann 13-8 í bráðabana en báðir náðu 13 stigum í úrslitunum.
Brynjar Þór Björnsson KR-ingur vann forkeppnina en fann sig ekki í úrslitunum þar sem hann fékk aðeins sex stig.
Billy Baptist úr Keflavík er troðslukóngurinn 2013 en hann vann Marcus Van í úrslitum 28-23.
Magnús Þór vann þriggja stiga keppnina eftir bráðabana

Mest lesið

Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn


Newcastle loks að fá leikmann
Enski boltinn

Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn


Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum
Íslenski boltinn

Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok
Enski boltinn


