Schreyer tekur einnig yfir hönnun Hyundai bíla 14. janúar 2013 10:15 Peter Schreyer á bílasýningunni í Chicaco í fyrra Peter Scheyer teiknaði nýju Bjöllu Volkswagen og Audi TT áður en hann réðst til Kia. Kia gerði aðalhönnuð sinn, Þjóðverjann Peter Schreyer, að einum af þremur forstjórum fyrirtækisins í byrjun ársins. Vegtyllur og hlutverk hans hafa þó enn aukist. Hann hefur einnig verið settur yfir hönnun allra Hyundai bíla. Hyundai fyrirtækið er fimmta stærsta bílafyrirtæki heims og framleiðir bíla undir merkjum Hyundai og Kia. Það seldi 7,12 milljón bíla í fyrra og áætlar að selja 7,41 milljón bíla í ár. Hönnunardeildir fyrirtækjanna tveggja hafa hingað til verið aðskildar með öllu. Vöxtur Kia hefur verið meiri en hjá Hyundai á síðustu árum og á verðlaunuð hönnun Schreyer á Kia bílum stóran þátt í því. Í því ljósi kemur hlutverk Schreyer nú hjá Hyundai ekki á óvart og á hann nú að sjá til þess að Hyundai bílar verði álíka fagrir og Kia bílar. Hyundai segist hafa það markmið að slá við Volkswagen og BMW er kemur að hönnun bíla sinna. Hvort það tekst með Schreyer við stjórnvölinn kemur svo í ljós. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður
Peter Scheyer teiknaði nýju Bjöllu Volkswagen og Audi TT áður en hann réðst til Kia. Kia gerði aðalhönnuð sinn, Þjóðverjann Peter Schreyer, að einum af þremur forstjórum fyrirtækisins í byrjun ársins. Vegtyllur og hlutverk hans hafa þó enn aukist. Hann hefur einnig verið settur yfir hönnun allra Hyundai bíla. Hyundai fyrirtækið er fimmta stærsta bílafyrirtæki heims og framleiðir bíla undir merkjum Hyundai og Kia. Það seldi 7,12 milljón bíla í fyrra og áætlar að selja 7,41 milljón bíla í ár. Hönnunardeildir fyrirtækjanna tveggja hafa hingað til verið aðskildar með öllu. Vöxtur Kia hefur verið meiri en hjá Hyundai á síðustu árum og á verðlaunuð hönnun Schreyer á Kia bílum stóran þátt í því. Í því ljósi kemur hlutverk Schreyer nú hjá Hyundai ekki á óvart og á hann nú að sjá til þess að Hyundai bílar verði álíka fagrir og Kia bílar. Hyundai segist hafa það markmið að slá við Volkswagen og BMW er kemur að hönnun bíla sinna. Hvort það tekst með Schreyer við stjórnvölinn kemur svo í ljós.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður