Aníta Hinriksdóttir, hlaupakonan efnilega úr ÍR, setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi innanhúss á Stórmóti ÍR í dag þegar hún kom langfyrst í mark á 4 mínútum 19 sekúndum og 57 sekúndubrotum.
Aníta bætti gamla Íslandsmetið um tæpar tvær sekúndur en það var orðið 32ja ára gamalt. Eldra metið setti Ragnheiður Ólafsdóttir í Dortmund 1981 þegar hún hljóp á 4 mínútum 21,49 sekúndum.
Þetta önnur helgin í röð sem Aníta setur Íslandsmet því hún bætti eigið met í 800 metra hlaupi um síðustu helgi. Hún náði þá jafnframt lágmarki fyrir EM í Gautborg í byrjun mars.
Aníta með nýtt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“
Íslenski boltinn

„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti

