Jay Ratliff, leikmaður Dallas Cowboys, var handtekinn fyrr í vikunni grunaður um ölvun við akstur. Hann gerði sér þá lítið fyrir og keyrði utan í 18 hjóla trukk.
Atvikið átti sér stað um nótt. Ratliff var að keyra á miðjum veginum og skellti sér svo utan í trukkinn með þeim afleiðingum að bíllinn hans snérist og lenti utan vegar.
Hvorki forráðamenn Cowboys né umboðsmaður Ratliff hafa viljað tjá sig um málið.
Cowboys hefur reynt að koma í veg fyrir að leikmenn sínir séu að keyra undir áhrifum áfengis en félagið býður leikmönnum sínum upp á akstur heim eftir að þeir hafa verið að skemmta sér.
Ratliff hefði betur nýtt sér þá þjónustu.
