Sara Rún Hinriksdóttir, sextán ára stelpa úr Keflavík, fékk flest atkvæði í netkosningu um byrjunarliðin í Stjörnuleik kvenna í körfubolta sem fram fer í Keflavík miðvikudaginn 30. janúar næstkomandi.
Sara Rún er fædd í ágúst árið 1996 en hún er að spila sitt annað tímabil með Keflavíkurliðinu. Sara Rún var með 8,7 stig og 3,8 fráköst að meðaltali á Íslandsmótinu í fyrravetur en er með 15,5 stig og 9,1 frákast að meðaltali í vetur.
Sara Rún mun leika í liði „Landsbyggðarinnar" en Britney Jones, bandarískur bakvörður í liði Fjölnis var svo með flest atkvæði í liði „Höfuðborgarsvæðisins".
Sigurður Ingimundarson mun þjálfa lið Landsbyggðarinnar þar sem Keflavík var á toppnum um áramótin og Finnur Stefánsson, KR, var efsti þjálfari höfuðborgarsvæðisins. Þeir félagar munu svo velja sjö leikmenn til viðbótar þeim fimm sem byrja leikinn.
Byrjunarliðin líta þannig út:
Lið höfuðborgarsvæðisins: (fjöldi atkvæða fyrir framan)
207 - Britney Jones, Fjölnir
151 - Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR
149 - Siarre Evans, Haukar
141 - Jaleesa Butler, Valur
131 - Margrét Rósa Hálfdanardóttir, Haukar
Lið landsbyggðarinnar:
243 - Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík
238 - Lele Hardy, Njarðvík
202 - Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
171 - Hildur Björg Kjartansdóttir, Snæfell
166 - Hildur Sigurðardóttir, Snæfell
Á Stjörnuleiknum verður einnig efnt til þriggja stiga keppni þar sem 12 leikmenn munu keppa um titilinn „Þriggja stiga drottningin 2013".
Þátttakendur í ár eru:
Jessica Ann Jenkins, Keflavík
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
Siarre Evans, Haukar
Petrúnella Skúladóttir, Grindavík
Crystal Smith, Grindavík
Britney Jones, Fjölnir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR
Björg Guðrún Einarsdóttir, KR
Alda Leif Jónsdóttir, Snæfell
Kristrún Sigurjónsdóttir, Val
Lele Hardy, Njarðvík
