Eiginkonan þurfti að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2013 19:30 Anna Burns Welker og Wes Welker. Mynd/Nordic Photos/Getty Það kom mörgum á óvart þegar New England Patriots datt úr leik í úrslitakeppni ameríska fótboltans um síðustu helgi og eiginkona eins frægasta leikmanns liðsins tók tapinu ekki alltof vel. New England Patriots tapaði þá 13-28 fyrir spútnikliði Baltimore Ravens á sunnudaginn þar sem liðið náði ekki að skora stig í seinni hálfleiknum. Wes Welker, aðalútherji liðsins, átti fínan fyrri hálfleik en eins og fleiri í liðinu þá hvarf hann í þeim seinni. Eiginkona hans Anna Burns Welker fór mikinn á fésbókarsíðu sinni eftir leikinn og reyndi að gera lítið úr aðalhetju Baltimore Ravens liðsins - varnarmanninum Ray Lewis. „Ég er stolt af eiginmanni mínum og Pats-liðinu. En ef einhverjum leiðist farið þá endilega á Wikipedia-síðuna hans Ray Lewis. Sex börn með fjórum konum. Sýknaður af morðákæru þar sem hann borgaði fjölskyldunni á bak við tjöldin. Vei. Þvílíkur Frægðarhallar leikmaður. Sönn fyrirmynd," skrifaði Anna Burns Welker inn á fésbókarsíðu sína. Burns Welker sá síðan að sér, eyddi færslunni af síðunni sinni og sendi í framhaldinu frá sér afsökunarbeiðni. „Ég sé mikið eftir skrifum mínum. Ég lét keppnisskapið og það sem fólk var að skrifa inn á síðuna mína, um liðið sem ég elska, hafa áhrif á mig. Tilfinningarnar báru mig hreinlega ofurliði og ég hugsaði ekki rökrétt. Ég bið Ray Lewis afsökunar sem og alla þá sem skrif mín komu við. Það er mikið afrek að komast í úrslitakeppnina og tímabundin pirringur minn má ekki skyggja á frábæran árangur þessara stórkostlegu liða," sagði í afsökunarbeiðni frá frú Wes Welker. NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar New England Patriots datt úr leik í úrslitakeppni ameríska fótboltans um síðustu helgi og eiginkona eins frægasta leikmanns liðsins tók tapinu ekki alltof vel. New England Patriots tapaði þá 13-28 fyrir spútnikliði Baltimore Ravens á sunnudaginn þar sem liðið náði ekki að skora stig í seinni hálfleiknum. Wes Welker, aðalútherji liðsins, átti fínan fyrri hálfleik en eins og fleiri í liðinu þá hvarf hann í þeim seinni. Eiginkona hans Anna Burns Welker fór mikinn á fésbókarsíðu sinni eftir leikinn og reyndi að gera lítið úr aðalhetju Baltimore Ravens liðsins - varnarmanninum Ray Lewis. „Ég er stolt af eiginmanni mínum og Pats-liðinu. En ef einhverjum leiðist farið þá endilega á Wikipedia-síðuna hans Ray Lewis. Sex börn með fjórum konum. Sýknaður af morðákæru þar sem hann borgaði fjölskyldunni á bak við tjöldin. Vei. Þvílíkur Frægðarhallar leikmaður. Sönn fyrirmynd," skrifaði Anna Burns Welker inn á fésbókarsíðu sína. Burns Welker sá síðan að sér, eyddi færslunni af síðunni sinni og sendi í framhaldinu frá sér afsökunarbeiðni. „Ég sé mikið eftir skrifum mínum. Ég lét keppnisskapið og það sem fólk var að skrifa inn á síðuna mína, um liðið sem ég elska, hafa áhrif á mig. Tilfinningarnar báru mig hreinlega ofurliði og ég hugsaði ekki rökrétt. Ég bið Ray Lewis afsökunar sem og alla þá sem skrif mín komu við. Það er mikið afrek að komast í úrslitakeppnina og tímabundin pirringur minn má ekki skyggja á frábæran árangur þessara stórkostlegu liða," sagði í afsökunarbeiðni frá frú Wes Welker.
NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira