Bayern München vann í dag sinn þriðja leik í röð í þýsku úrvalsdeildinni, í þetta sinn gegn Mainz á útivelli.
Thomas Müller kom Bayern yfir í lok fyrri hálfleiks og Mario Mandzukic skoraði svo tvívegis snemma í þeim síðari.
Bayern er með 51 stig og er langefst í deildinni. Bayer Leverkusen og Dortmund koma næst með 37 og 36 stig en þessi lið mætast á morgun.
Úrslit dagsins:
Mainz - Bayern 0-3
Hoffenheim - Freiburg 2-1
Düsseldorf - Stuttgart 3-1
Hoffenheim - Freiburg 2-1
Schalke - Greuter Fürth 1-2
Wolfsburg - Augsburg 1-1
