Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, spilar tímamóta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag þegar Keflavíkurkonur mæta Val í úrslitaleik Poweradebikars kvenna í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 13.30.
Birna mun þarna spila sinn tíunda bikarúrslitaleik og verður aðeins fimmta konan sem nær því. Hinar eru Anna María Sveinsdóttir, Björg Hafsteinsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir og Marín Rós Karlsdóttir.
Birna hefur skorað 96 stig í leikjunum níu eða 10,7 að meðaltali. Hana vantar því aðeins fjögur stig til þess að brjóta hundrað stiga múrinn en því hafa aðeins náð Anna María Sveinsdóttir, Björg Hafsteinsdóttir og Linda Jónsdóttir.
Birna hefur fjórum sinnum verið í sigurliði í þessum níu leikjum en fimm sinnum þurft að sætta sig við silfrið. Birna var í sigurliði í síðasta bikarúrslitaleik sínum árið 2011 og var þá jafnframt kosin maður leiksins.
Flestir bikarúrslitaleikir spilaðir hjá konum 1975-2012:
Anna María Sveinsdóttir 13
Björg Hafsteinsdóttir 10
Erla Þorsteinsdóttir 10
Marín Rós Karlsdóttir 10
Birna Valgarðsdóttir 9
Guðbjörg Norðfjörð 9
Kristín Blöndal 9
Birna spilar sinn tíunda bikarúrslitaleik í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

