Golf

Michael Jordan hjálpar Luke Donald

Donald og Jordan saman á golfvellinum.
Donald og Jordan saman á golfvellinum.
Englendingurinn Luke Donald er einn besti kylfingur heims og hefur verið á toppnum undanfarin ár. Honum hefur þó ekki enn tekist að vinna risamót.

Hann hefur verið efstur á peningalistanum á PGA-mótaröðinni sem og á Evróputúrnum. Hann er ekki sáttur við að hafa aldrei unnið risamót og fer nú óhefðbundnar leiðir til að ná því markmiði sínu.

Donald hefur nú leitað til körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan sem hann vonar að geti hjálpað sér með andlegu hliðina.

"Michael er afar indæll náungi sem ég hef kynnst vel upp á síðkastið," sagði Donald sem hefur verið búsettur í Chicago undanfarin ár.

"Konurnar okkar eru vinkonur og við spilum mikið saman. Það er alltaf jafn gaman að tæma veskið hjá honum.

"Hann er sterkur á andlega sviðinu og ég efast ekki um að hann getur kennt mér ýmislegt þar. Það er gott að fá að krukka í hausnum á Michael og fá að vita hvað hann hugsaði er hann spilaði körfubolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×