McCallum tryggði KR sjötta sigurinn í röð - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2013 21:06 Shannon McCallum Mynd/Stefán KR-konur héldu sigurgöngu sinni á fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið vann eins stigs sigur á Val, 62-61, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Haukar unnu á sama tíma endurkomusigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni og nú munar aðeins tveimur stigum á Val og Haukum í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Shannon McCallum tryggði KR 62-61 sigur á Val með því að skora sigurkörfuna rétt fyrir leikslok en hún á mikinn þátt í því að KR er búið að vinna sex leiki í röð. McCallum skoraði alls 38 stig í kvöld. Þórunn Bjarnadóttir kom Val í 61-60 með þriggja stiga körfu 5 sekúndum fyrir leikslok en það var nægur tími fyrir McCallum að skora sigurkörfuna í leiknum. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Vodafone-höllinni og tók myndirnar hér fyrir ofan. Haukakonur fögnuðu sínum þriðja sigri í röð þegar þær unnu Njarðvík 68-63 í Ljónagryfjunni. Á sama tíma og Valur er búið að tapa þremur deildarleikjum í röð hefur Haukaliðið unnið þrjá leiki í röð og því munar aðeins tveimur stigum á liðunum í 4. og 5. sæti deildarinnar. Njarðvík var átta stigum yfir í hálfleik, 34-26, en Haukar unnu þriðja leikhlutann 19-11 og tryggðu sér svo sigur með því að vinna lokaleikhlutann 23-18. Keflavík er áfram með fjögurra stiga forskot á Snæfell í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta en bæði lið unnu góða heimasigra í leikjum sínum í kvöld. Keflavík vann 28 stiga sigur á Grindavík, 86-58, en Keflavíkurliðið hafði í leiknum á undan tapað sínum fyrsta leik eftir sigur liðsins í bikarúrslitunum. Snæfell vann sextán stiga sigur á Fjölni, 92-76, en Snæfellsliðið var búið að tapa þremur heimaleikjum í röð í deild og bikar.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Keflavík-Grindavík 86-58 (18-18, 19-17, 30-11, 19-12)Keflavík: Jessica Ann Jenkins 26/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/8 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 12/11 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 10/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 3.Grindavík: Crystal Smith 18/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 8/4 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 8, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/8 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Eyrún Ösp Ottósdóttir 3, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2, Julia Lane Figueroa Sicat 2.Njarðvík-Haukar 63-68 (12-13, 22-13, 11-19, 18-23)Njarðvík: Lele Hardy 25/21 fráköst/9 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 16, Svava Ósk Stefánsdóttir 10, Salbjörg Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6.Haukar: Siarre Evans 20/17 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/5 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 2.Snæfell-Fjölnir 92-76 (20-18, 21-17, 24-21, 27-20)Snæfell: Kieraah Marlow 26/15 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 25/7 fráköst/10 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 10/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/11 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3/4 fráköst, Rósa Indriðadóttir 2.Fjölnir: Britney Jones 36/5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/6 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 12/8 fráköst, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/7 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2.Valur-KR 61-62 (12-16, 19-16, 11-11, 19-19)Valur: Jaleesa Butler 22/18 fráköst/5 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 19/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 10/5 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 5/6 fráköst/5 stoðsendingar.KR: Shannon McCallum 38/13 fráköst/8 stolnir, Ína María Einarsdóttir 5, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4/7 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 4, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 4/6 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 3. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
KR-konur héldu sigurgöngu sinni á fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið vann eins stigs sigur á Val, 62-61, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Haukar unnu á sama tíma endurkomusigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni og nú munar aðeins tveimur stigum á Val og Haukum í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Shannon McCallum tryggði KR 62-61 sigur á Val með því að skora sigurkörfuna rétt fyrir leikslok en hún á mikinn þátt í því að KR er búið að vinna sex leiki í röð. McCallum skoraði alls 38 stig í kvöld. Þórunn Bjarnadóttir kom Val í 61-60 með þriggja stiga körfu 5 sekúndum fyrir leikslok en það var nægur tími fyrir McCallum að skora sigurkörfuna í leiknum. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Vodafone-höllinni og tók myndirnar hér fyrir ofan. Haukakonur fögnuðu sínum þriðja sigri í röð þegar þær unnu Njarðvík 68-63 í Ljónagryfjunni. Á sama tíma og Valur er búið að tapa þremur deildarleikjum í röð hefur Haukaliðið unnið þrjá leiki í röð og því munar aðeins tveimur stigum á liðunum í 4. og 5. sæti deildarinnar. Njarðvík var átta stigum yfir í hálfleik, 34-26, en Haukar unnu þriðja leikhlutann 19-11 og tryggðu sér svo sigur með því að vinna lokaleikhlutann 23-18. Keflavík er áfram með fjögurra stiga forskot á Snæfell í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta en bæði lið unnu góða heimasigra í leikjum sínum í kvöld. Keflavík vann 28 stiga sigur á Grindavík, 86-58, en Keflavíkurliðið hafði í leiknum á undan tapað sínum fyrsta leik eftir sigur liðsins í bikarúrslitunum. Snæfell vann sextán stiga sigur á Fjölni, 92-76, en Snæfellsliðið var búið að tapa þremur heimaleikjum í röð í deild og bikar.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Keflavík-Grindavík 86-58 (18-18, 19-17, 30-11, 19-12)Keflavík: Jessica Ann Jenkins 26/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/8 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 12/11 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 10/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 3.Grindavík: Crystal Smith 18/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 8/4 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 8, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/8 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Eyrún Ösp Ottósdóttir 3, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2, Julia Lane Figueroa Sicat 2.Njarðvík-Haukar 63-68 (12-13, 22-13, 11-19, 18-23)Njarðvík: Lele Hardy 25/21 fráköst/9 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 16, Svava Ósk Stefánsdóttir 10, Salbjörg Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6.Haukar: Siarre Evans 20/17 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/5 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 2.Snæfell-Fjölnir 92-76 (20-18, 21-17, 24-21, 27-20)Snæfell: Kieraah Marlow 26/15 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 25/7 fráköst/10 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 10/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/11 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3/4 fráköst, Rósa Indriðadóttir 2.Fjölnir: Britney Jones 36/5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/6 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 12/8 fráköst, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/7 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2.Valur-KR 61-62 (12-16, 19-16, 11-11, 19-19)Valur: Jaleesa Butler 22/18 fráköst/5 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 19/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 10/5 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 5/6 fráköst/5 stoðsendingar.KR: Shannon McCallum 38/13 fráköst/8 stolnir, Ína María Einarsdóttir 5, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4/7 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 4, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 4/6 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 3.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira