Sá heitir Martin Tremblay og þjálfar barnalið í Vancouver. Hann var heldur betur tapsár eftir leik á dögunum og lét það bitna á börnunum í liði andstæðinganna.
Tremblay gerði sér lítið fyrir og felldi einn af þeim eftir leik er menn voru að þakka fyrir leikinn. Tveir strákar, 10 og 13 ára, féllu á ísinn í kjölfarið.
Dómari í Vancouver tók hart á málinu. Fannst samfélagsþjónusta ekki duga til þess að refsa Tremblay og dæmdi hann því í 15 daga fangelsi.