Ein stærsta stjarnan í bandarísku íþróttalífi, Tom Brady hjá New England Patriots, gerði svolítið í dag sem sést vart lengur í íþróttalífinu. Hann skrifaði undir miklu minni samning en hann hefði getað fengið. Það gerir hann svo hægt að sé að nýta launaþak New England betur og gera liðið samkeppnishæfara. Brady vill vinna og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum.
Brady skrifaði undir samning til ársins 2017 en þá verður hann orðinn fertugur. Þetta er í annað sinn sem hann semur á þennan hátt en hann gerði það líka árið 2005. Hann fær 27 milljónir dollara fyrir þennan samning en hefði leikandi getað fengið helmingi betri samning.
Brady fær 3 milljónir dollara við undirskrift, 7 milljónir fyrir árið 2015, 8 milljónir fyrir 2016 og 9 milljónir árið 2017.
Þessi samningur stjörnunnar býr til mikið pláss undir launaþakinu hjá Patriots. Þá getur liðið keypt þau vopn til liðsins sem þarf svo liðið geti orðið meistari á ný.
Þetta útspil er algjörlega einstakt í nútíma íþróttalífi og segir ansi margt um keppnismanninn Brady.
Einstakur samningur hjá Brady | Tekur viljandi á sig launalækkun

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn



„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti
