Það er nóg um að vera í handboltanum og körfuboltanum í kvöld. KR-ingar hafa boðið til mikillar veislu fyrir borgarslaginn gegn ÍR í Dominos-deild karla og verður frítt inn á leikinn.
KR er nýbúið að semja við DHL um áframhaldandi samstarf til ársins 2017. Heimavöllur liðsins hefur borið heitið DHL-höllin og mun gera það áfram.
Snæfell sækir Tindastól síðan heim í körfunni á meðan Skallagrímur fær Keflavík í heimsókn.
Akureyri og FH mætast í fyrsta leik kvöldsins í handboltanum. Síðan byrja tveir leikir klukkan 19.30.
Leikir kvöldsins:
Dominos-deild karla:
19.15 KR - ÍR
19.15 Tindastóll - Snæfell
19.15 Skallagrímur - Keflavík
N1-deild karla:
19.00 Akureyri - FH
19.30 ÍR - Valur
19.30 Afturelding - Haukar
Körfubolti