Golf

Fjórir eftir í heimsmótinu í holukeppni

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ian Poulter er einn sá besti í holukeppni.
Ian Poulter er einn sá besti í holukeppni.
Accenture Match Play Championship golfmótið á Heimsmótaröðinni er í fullum gangi þessa dagana. 64 bestu kylfingar heims hófu mótið en nú eru aðeins fjórir kylfingar eftir sem mætast í undanúrslitum í dag.

Sigurvegari síðasta árs, Hunter Mahan, er kominn áfram í undanúrslit eftir að hafa lagt Webb Simpson af velli á 18. holu. Hann mun mæta Ian Poulter í dag sem hafði betur gegn Steve Stricker, 3&2. Kuchar hafði betur gegn Robert Garrigus, 3&2. Hann mun leika gegn Jason Day sem sló Graeme McDowell úr leik í spennandi leik á 18. holu.

Tveir bestu kylfingar heims, Rory McIlroy og Tiger Woods, féllu báðir úr leik í fyrstu umferð eftir tap gegn minna þekktum kylfingum. Undanúrslit og úrslitaleikurinn fer fram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×