Marco Reus er einn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar en hann hefur einnig slegið í gegn í Meistaradeild Evrópu með liði sínu, Dortmund.
Hann hefur nú greint á því að meðal þeirra tónlistarmanna sem hann hlustar hvað mest á er bandaríska táningsstjarnan Justin Bieber.
„Mér finnst Justin Bieber aljört æði," sagði hann í viðtali við unglingablaðið Bravo í Þýskalandi. „Hann hefur náð ótrúlega langt þrátt fyrir ungan aldur. Ég hlusta mikið á hann."
Hann segist algjörlega ófeiminn við að játa aðdáun sína á tónlist Bieber. „Ég stend við allt það sem ég geri. Ef mér líkar við eitthvað á ég ekki í neinum vandræðum með að viðurkenna það fyrir öðrum."
Reus: Mér finnst Justin Bieber algjört æði
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
