Körfubolti

Grindavík vann óvænt í Stykkishólmi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði nítján stig fyrir Snæfell í kvöld.
Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði nítján stig fyrir Snæfell í kvöld. Mynd/Stefán
Grindavík gerði góða ferð vestur á land þegar liðið hafði betur gegn Snæfelli, 76-73, í Domino's-deild kvenna í kvöld.

Grindavík er í næstneðsta sæti deildarinnar en Snæfell í næstefsta sæti. Sigurinn þýðir að Keflavík er með tveggja stiga forystu á toppnum og á þar að auki tvo leiki til góða á Snæfellinga.

Aðeins stórslys kemur í veg fyrir að Keflavík verði deildarmeistari í ár en Snæfell á eftir þrjá leiki af deildarkeppninni en Keflavík fimm.

Liðin skiptust á að vera í forystu í kvöld og voru lokamínúturnar spennandi. Snæfell komst yfir, 71-69, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir en þá komu sjö stig í röð hjá Grindavík sem kláraði leikinn með góðum endaspretti.

Crystal Smith skoraði fimm síðustu stig Grindavíkur í kvöld og var alls með 36 stig og þrettán fráköst í leiknum. Kieraah Marlow var stigahæst hjá Snæfelli með 21 stig.

Snæfell-Grindavík 73-76 (20-18, 19-15, 18-27, 16-16)

Snæfell: Kieraah Marlow 21/5 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 19/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 15/6 fráköst/8 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6/4 fráköst, Rósa Indriðadóttir 5/6 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 0/7 fráköst.

Grindavík: Crystal Smith 36/13 fráköst/5 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 13/14 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Rut Hallgrímsdóttir 8/5 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 7/4 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 4, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Eyrún Ösp Ottósdóttir 2, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×