Forráðamenn ameríska fótboltans ætla ekki að fjölga liðum í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á næsta ári en tólf af 32 liðum deildarinnar komast í úrslitakeppnina. Umræða um mögulega stækkun heldur þó áfram meðal þeirra sem ráða öllu í NFL.
Roger Goodell, yfirmaður NFL-deildarinnar, segir framkvæmdanefnd deildarinnar hafa skoðað möguleikann á því að fjölga liðum og að málið verði rætt betur á næsta fundi eiganda liðanna. Það er hinsvegar alveg öruggt að það fari ekki fleiri en tólf lið inn í úrslitakeppnina 2013.
NFL-deildin er gríðarlega vinsæl, bæði hvað varðar aðsókn sem og áhorf í sjónvarpi og leikir ameríska fótboltans hreinlega raka inn peningum. Það kemur því kannski ekki á óvart að eigendur leiti leiða til að fjölga leikjum og græða enn meira.
Roger Goodell segir að öll deildin verði að samþykkja að fjölga liðum í úrslitakeppninni sem hefur innihaldið tólf lið síðan árið 1990.
NFL mun ekki breyta úrslitakeppninni 2013
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
