Snjórinn sem gerði strákunum erfitt fyrir í gær er á bak og burt. Æfingavöllurinn er þó ekki í sérstöku standi sem varð til þess að íslenska liðið æfði á leikvangnum sjálfum.
Leikurinn fer fram klukkan 18 á staðartíma á föstudaginn. Veðurspá gerir ráð fyrir um 5°C hita og minniháttar vindi þegar leikurinn hefst. Leikvangurinn tekur rúmlega 15 þúsund manns í sæti.
Ekki er annað að sjá á meðfylgjandi myndum en strákarnir séu í góðum gír. Fleiri myndir má sjá á Fésbókarsíðu KSÍ.
