Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í Bochum sogast enn nær fallbaráttunni í þýsku B-deildinni í fótbolta eftir að liðið tapaði fyrir Braunschweig í dag, 1-0.
Domi Kumbela skoraði eina mark leiksins á 85. mínútu en Hólmar Örn var í byrjunarliði Bochum og spilaði allan leikinn í vörninni.
Bochum er í fimmtánda og fjórða neðsta sæti deildarinnar með 26 stig. Tvö neðstu liðin falla beint í C-deildina en liðið í þriðja neðsta sæti fer í umspil.
Hólmar Örn, sem var valinn í íslenska landsliðið í gær, hefur verið fastamaður í liði Bochum að undanförnu.
Hólmar spilaði allan leikinn í tapleik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

