Tiger með fjögurra högga forystu fyrir lokadaginn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. mars 2013 11:45 Tiger Woods er í góðri stöðu fyrir lokadaginn á WGC Cadillac Meistaramótinu í golfi sem fram fer á Blá Skrímslinu í Flórida nú um helgina. Woods lék þriðja daginn á 67 höggum og jók forystu sína úr tveimur í fjögur högg. Tiger Woods hefur leikið frábært golf í Flórida þessa vikuna og er á 18 höggum undir pari eftir þrjá daga en tvö síðustu ár hefur mótið unnist á 16 höggum undir pari. Graeme McDowell er í öðru sæti fjórum höggum á eftir Tiger en hann lék á 69 eða þremur undir pari í gær. Phil Mickelson og Steve Stricker koma næstir á 13 undir pari. Sergio Garcia er einn fjögurra kylfinga á 11 undir en lítið hefur gengið hjá efsta manni heimslistans, Rory McIlroy. Norður-Írinn er á þremur höggum undir pari líkt og Lee Westwood og er töluvert frá sínu besta um þessar mundir. Sigurvegari síðasta árs, Justin Rose er á sex undir pari. Tiger Woods stefnir á fyrsta sigur sinn á Bláa skrímslinu í Doral í Flórida frá árinu 2007 en hann vann þrjú ár í röð frá 2005 til 2007. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er í góðri stöðu fyrir lokadaginn á WGC Cadillac Meistaramótinu í golfi sem fram fer á Blá Skrímslinu í Flórida nú um helgina. Woods lék þriðja daginn á 67 höggum og jók forystu sína úr tveimur í fjögur högg. Tiger Woods hefur leikið frábært golf í Flórida þessa vikuna og er á 18 höggum undir pari eftir þrjá daga en tvö síðustu ár hefur mótið unnist á 16 höggum undir pari. Graeme McDowell er í öðru sæti fjórum höggum á eftir Tiger en hann lék á 69 eða þremur undir pari í gær. Phil Mickelson og Steve Stricker koma næstir á 13 undir pari. Sergio Garcia er einn fjögurra kylfinga á 11 undir en lítið hefur gengið hjá efsta manni heimslistans, Rory McIlroy. Norður-Írinn er á þremur höggum undir pari líkt og Lee Westwood og er töluvert frá sínu besta um þessar mundir. Sigurvegari síðasta árs, Justin Rose er á sex undir pari. Tiger Woods stefnir á fyrsta sigur sinn á Bláa skrímslinu í Doral í Flórida frá árinu 2007 en hann vann þrjú ár í röð frá 2005 til 2007.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira