Körfubolti

Birna bætti stigametið með þristi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birna Valgarðsdóttir bætti í kvöld stigametið í efstu deild kvenna í körfubolta og rauf um leið fimm þúsund stiga múrinn.

Birnu, sem hefur leikið með Keflavík lengst af á sínum ferli, vantaði sautján stig til að jafna met Önnu Maríu Sveinsdóttur sem skoraði 5001 stig á ferlinum.

Leikurinn í kvöld er líklega síðasti deildarleikur Birnu á ferlinum en í kvöld fer fram lokaumferðin í Domino's-deild kvenna. Stig í úrslitakeppninni eru ekki talin með.

Birna bætti metið þegar hún setti niður þriggja stiga skot þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Um leið kom hún Keflavík yfir, 47-44.

Þegar þetta er skrifað er hún alls komin með 21 stig í leiknum. Hún er því alls með 5005 stig á ferlinum.

Uppfært 20.56: Leiknum er lokið með sigri Keflavíkur, 89-84. Birna skoraði 22 stig í leiknum og stigamet hennar er því 5006 stig.


Tengdar fréttir

Stelpur, nú þurfið þið að hjálpa mér

Birnu Valgarðsdóttur vantar sextán stig til að komast í 5.000 stigin í efstu deild kvenna og jafnframt bara eitt stig til viðbótar til að slá stigametið í deildinni. Hún fær kannski síðasta tækifærið í lokaumferðinni á móti Fjölni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×