Topplið Keflavíkur í Dominos-deild kvenna vann enn leikinn í kvöld. Þá sótti liðið nágranna sína í Njarðvík heim og vann auðveldan sigur.
Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik og það var í raun ekki fyrr en í lokaleikhlutanum sem Keflavík kláraði leikinn.
Úrslit:
Njarðvík-Keflavík 68-80 (19-21, 20-21, 13-15, 16-23)
Njarðvík: Lele Hardy 23/18 fráköst/7 stoðsendingar, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10, Erna Hákonardóttir 10, Emelía Ósk Grétarsdóttir 8, Salbjörg Sævarsdóttir 5/5 fráköst, Svava Ósk Stefánsdóttir 3, Eygló Alexandersdóttir 3, Heiða B. Valdimarsdóttir 2, Sara Dögg Margeirsdóttir 2, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Marín Hrund Magnúsdóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0.
Keflavík: Jessica Ann Jenkins 19/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 17/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 17/9 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/4 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.
