Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 100-87 Jón Júlíus Karlsson í Toyota-höllinni skrifar 24. mars 2013 00:01 Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Lokatölur urðu 100-87. Keflvíkingar mættu gríðarlega ákveðnir i fyrsta leikhluta. Þeir köstuðu sér á alla lausa bolta og virtust mun ákveðnari í sigur en gestirnir úr Garðabænum. Keflavíkingar börðust af krafti í vörninni og uppskáru gott forskot eftir fyrsta leikhluta, 31-18. Magnús Þór Gunnarsson byrjaði leikhlutann ekki vel því hann meiddist á fingri eftir um tveggja mínútna leik að hafa kastað sér á eftir lausum bolta. Eftir að hann var búinn að jafna sig mætti hann gríðarlega einbeittur og skoraði 9 stig. Keflvíkingar verðskuldað yfir eftir fyrsta leikhluta. Keflavík hélt áfram að þjarma að Stjörnunni í öðrum leikhluta og náði mest 22 stiga forystu eftir um 14. mínútna leik. Justin Shouse hafði verið mjög slakur hjá Stjörnunni framan af leik og tapað nokkrum boltum með slæmum sendingum. Hann tók sér tak í seinni hluta annars leikhluta og setti niður 10 stig. Stjarnan náði að komast inn í leikinn og staðan í hálfleik, 53-41. Allt varð vitlaust á vellinum eftir að flautað var til hálfleiks. Zdravevski virtist ýta við Magnúsi Þór sem féll með tilþrifum í gólfið. Dómararnir ráku í kjölfarið Zdravevski úr húsi. Kjartan Atli Kjartansson í Stjörnunni var heldur betur ósáttur með Magnús og óð í hann þar sem hann lá á gólfinu. Skilja þurfti menn í sundur í kjölfarið og svo sannarlega hiti í leiknum. Stjörnumenn voru afar ósáttir með Magnús sem þeir töldu að hefði verið að fiska brot á Zdravevski. Michael Craion lék ekkert í seinni hálfleik vegna meiðsla sem hann hlaut í lok fyrsta leikhluta. Það kom hins vegar ekki að sök fyrir Keflvíkinga sem léku vel. Stjörnumenn byrjuðu leikhlutann vel og náðu að minnka muninn niður í 10 stig en aldei komust þeir niður fyrir þann mun. Keflvíkingar voru að leika vel og fengu mikilvægt framlag frá Snorra Hrafnkelssyni sem var drúgur undir körfunni í vörn og sókn. Staðan 78-61 fyrir lokaleikhlutann og útlitið gott hjá heimamönnum. Þrátt fyrir áhlaup Stjörnunnar framan af fjórða leikhluta þá héldu Keflvíkingar sjó. Stjarnan náði að minnka munninn minnst niður í fimm stig þegar skammt var eftir. Keflavík tók þá góðan kafla og vann verðskuldaðan 13 stig sigur, 100-87. Leikurinn var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. Hart var barist og alveg ljóst að menn voru að berjast fyrir lífi sínu í keppninni. Liðin þurfa að mætast aftur í oddaleik næstkomandi fimmtudag. Darrel Lewis átti góðan leik hjá Keflavík og var með 26 stig. Magnús Gunnarsson steig upp í kvöld og kveikti í sínum mönnum með góðum þristum inn á milli. Hann skoraði alls 24 stig. Hjá Stjörnunni var Jarrid Frye bestur með 23 stig og Justin Shouse skoraði 18 stig.Teitur: Létum vaða yfir okkur „Þetta eru mikil vonbrigði eins og alltaf þegar við töpum. Margir af mínum mönnum voru alltof mjúkir í byrjun leiks og létu vaða yfir sig. Við hefðum ekki unnið lið í neðri hluta deildarinnar miðað við spilamennskuna framan af leik. Við áttum ekkert erindi í Keflavík - það var allt illa gert hjá okkur í kvöld," segir Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Teitur missti Jovan Zdravevski útaf í hálfleik en hann var rekinn úr húsi fyrir að ýta við Magnúsi Gunnarssyni. Teitur telur að Magnús hafi verið með leikaraskap. „Mín skoðun á þessu atviki er líklega sú sama og hjá öllum þeim sem sáu þetta. Þeir fóru með bringuna í hvorn annan og Magnús kastaði sér í gólfið. Þetta var náttla bara fáránlegt og nú er okkar maður jafnvel á leiðinni í leikbann. Það er hreinlega brandari. Í öðrum íþróttum er þetta ekki neitt. Þetta réði þó ekki úrslitum í leiknum. Við vorum bara lélegir," segir Teitur. „Við þurfum að mæta ákveðnari til leiks á fimmtudag og ætlum okkur sigur. Það kemur ekkert annað til greina."Magnús Þór: Jovan sló til mín „Þetta er það sem við ætluðum okkur að gera. Við mættum jafn ákveðnir til leiks og við gerðum í Ásgarði í fyrsta leik. Þar spiluðum við bara í 10 mínútur en núna spiluðum við kannski svona 30 mínútur. Þetta er betra en síðast," sagði Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur kátur í leikslok. Atvik leiksins átti sér stað í lok fyrri hálfleiks þar sem Jovan Zdravevski var rekinn úr húsi fyrir að ýta við Magnúsi. „Jovan kom hlaupandi að mér og sló til mín. Það er bannað að slá í körfubolta – þetta er íþrótt án snertinga," segir Magnús sem gefur ekki mikið fyrir ummæli þjálfara Stjörnunnar um að hann hafi fallið auðveldlega til jarðar. „Teitur má væla í dómurum og fréttamönnum mín vegna. Hann er ágætur í því og kann á þetta. Hann má segja það sem hann vill. Ég veit hvað gerðist og Jovan líka." Magnús er staðráðinn í því að komast í undanúrslit. „Við ætlum að spila okkar leik í 40 mínútur í næsta leik og þá erum við í góðum málum. Við lögðum upp með að spila upp okkar besta mann [Michael Craion innsk. blm.] en því miður gátum við það ekki eftir að hann meiddist og þurftum að breyta til. Í kjölfarið keyrðum við upp hraðann. Það sýnir hversu sterkt lið við erum með. Við unnum Stjörnuna þó okkar besti maður væri meiddur."Keflavík-Stjarnan 100-87 (31-18, 22-23, 25-20, 22-26) Keflavík: Darrel Keith Lewis 26/10 fráköst/5 stolnir, Magnús Þór Gunnarsson 24/5 fráköst/5 stoðsendingar, Billy Baptist 16/9 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 12, Arnar Freyr Jónsson 9/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 8/4 fráköst, Michael Craion 3/3 varin skot, Ragnar Gerald Albertsson 2, Andri Daníelsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Sigurður Vignir Guðmundsson 0, Andri Þór Skúlason 0. Stjarnan: Jarrid Frye 23/8 fráköst, Justin Shouse 18/7 fráköst/11 stoðsendingar/6 stolnir, Brian Mills 14/4 fráköst/5 varin skot, Marvin Valdimarsson 13, Jovan Zdravevski 12, Kjartan Atli Kjartansson 4, Sæmundur Valdimarsson 2, Fannar Freyr Helgason 1/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0. Bein textalýsing: 40. min: Leiknum er lokið með sigri Keflavíkur, 100-87.40. min: Dæmd er tæknivilla á Val Orra eftir að hann stjakar við Kjartani Atla. Hann lætur sig einnig falla með tilþrifum. Dýfur vinsælar í kvöld.39. min: Keflavík er að klára þennan leik. Stjörnumenn henda boltanum útaf þegar mínúta er eftir og Keflvíkingar eru því að tryggja sér oddaleik.39. min: Lewis skorar körfu og fær dæmda villu. Hann skorar úr vítinu og kemur Keflavík 11 stigum yfir. Staðan 95-84.38. min: Stjarnan tekur leikhlé þegar tvær mínútur eru eftir. Keflavík leiðir með 10 stigum.38. min: Arnar Freyr Jónsson skorar mikilvægan þrist fyrir Keflavík og Keflavík fær vítaskot að auki sem Magnús skorar úr. Staðan er 92-82.38. min: Marvin Valdimarsson skorar þrist og minnkar muninn. Staðan er 87-82.37. min: Sex stiga munur, 85-79. Heimamenn eru að missa tökin á þessum leik.37. min: Shouse minnkar muninn niður í átta stig, 85-77. Mikil spennan komin í þennan leik.36. min: Staðan er 85-75 þegar rúmar fjórar mínútur eru eftir.35. min: Það er mikil harka í þessum leik. Stjörnumenn eru alls ekki sáttir með dómgæsluna í kvöld.34. min: Jarrid Frye skorar frábæra körfu og fær dæmda villu að auki. Stjarnan er ennþá inni í þessum leik. Staðan 82-70.34. min: Valur Orri lætur sig falla við hliðina á Fannari Helgasyni og reynir að fiska villu. Dýfa kallast þetta víst á frummálinu. Stjörnumenn láta hann heyra það. Það er mikill hiti í leiknum og kjölfarið er dæmd tæknivilla á Billy Baptist fyrir brot á Shouse. Staðan er 82-68.33. min: Jarrid Frye skorar þrist fyrir Stjörnuna. Staðan 80-66.32. min: Darrel Lewis skorar fyrstu stigin í fjórða leikhluta. Stðana 80-61.30. min: Þriðja leikhluta lýkur með að Brian Mills skorar góða körfu. Staðan er 78-61 fyrir Keflavík.30. min: Dæmd er tæknivilla á Justin Shouse fyrir að hindra skot. Keflvíkingar fá tvö vítaskot og boltann á ný. Staðan er 76-59.29. min: Kjartan Atli skorar þrist fyrir Stjörnuna. Staðan er 70-59.29. min: Michael Craion hefur ekkert leikið í seinni hálfleik. Hann er meiddur á bekknum og munar um minna fyrir Keflavík enda hefur Craion verið þeirra besti maður í vetur. Ökklinn virðist vera að plaga Craion.29. min: Keflavík tekur leikhlé í stöðunni 70-56 og ráða ráðum sínum.27. min: Snorri Hrafnkelsson er búinn að vera drjúgur hjá Keflavík. Hann setur niður tvö stig og breytir stöðunni í 70-54. Stjörnunni gengur illa að vinna niður forystu Keflavíkur.26. min: Stjörnuenn eru að komast inn í leikinn. Staðan er 64-52.23. min: Marvin Valdimarsson skorar þrist fyrir Stjörnuna. Staðan er 62-46.22. min: Snorri Hrafnkelsson skorar fjögur stig fyrir Keflavík. Staðan er 60-43.20. min: Jovan Zdravevski var rekinn úr húsi fyrir að ýta við Magnúsi. Áfall fyrir Stjörnumenn sem telja að Magnús hafi verið með leikaraskap og látið sig falla.20. min: Stigahæstir í fyrri hálfleik eru eftirfarand: Keflavík - Magnús Þór Gunnarsson, 16 stig, Darrel Lewis, 15 stig. Stjarnan - Jovan Zdravevski, 12 stig, Justin Shouse, 10 og Jarrid Frye, 10.20. min: Dæmd er tæknivillla á Zdravevski um leið og flautað er til hálfleiks. Hann virtist stjaka við Magnús Gunnarssyni sem féll með tilþrifum í gólfið. Kjartan Atli Kjartansson var ekki sáttur með Magnús og réðst að honum. Skilja þurfti menn í sundur. Mikil dramatík í Toyota-höllinni.20. min: Öðrum leikhluta lokið. Staðan er 53-41. Darrel Lewis skorar tvö stig þegar leikhlutinn var að klárast.20. min: Shouse skorar þrist úr galopnu færi. Stjörnumenn á siglingu þessa stundina. Staðan er 51-41.19. min: Justin Shouse skorar þrist og lagar stöðuna hjá Stjörnunni. Lítið farið fyrir Shouse í leiknum til þessa. Staðan er 49-37.17. min: Zdravevski laumar niður þrist. Staðan er 49-32.15. min: Valur Orri skorar þrist fyrir Keflavík eftir að Justin Shouse hafði tapað boltanum. Staðan 49-29.14. min: Jovan Zdravevski skorar þrist úr horninu fyrir Stjörnuna. Hans fyrsti þristur í kvöld. Sraðan er 44-25.14. min: Aðeins hefur hægst á leiknum. Keflvíkingar eru með 22 stiga forystu, 42-20.12. min: Magnús Þór virðist vera í stuði í kvöld. Skorar þrist og er kominn með 12 stig. Staðan 38-18 og Teitur Örlygsson tekur leikhlé. Frábær stemmning hjá Keflavík en leikur Stjörnunnar er slakur.10. min: Fyrsta leikhluta lokið. Staðan er 31-18 fyrir Keflavík. Magnús setti niður þrjú vítaskot þegar leiktíminn var u.þ.b. runninn út.10. min: Darrel Lewis setur niður þrist. Staðan er 26-18 fyrir Keflavík.9. min: Magnús Þór Gunnarsson setur niður sinn annan þrist. Staðan 23-14.8. min: Keflvíkingar eru með undirtökin í leiknum. Staðan er 18-12.6. min: Nú liggur Michael Craion á gólfinu hjá Keflavík. Hann virðist hafa meitt sig aftan í læri og fer beint inn í klefa til aðhlynningar5. min: Staðan er 10-5 þegar fyrsti leikhluti er hálfnaður.4. min: Magnús Þór er kominn aftur á leikvöllinn hjá Keflavík. Hristir af sér meiðslin.3. min: Keflvíkingar eru baráttuglaðir hér á fyrstu mínútum. Henda sér í alla bolta. Það er frábær stemmning hér í Toyota-höllinni.3. min: Magnús Gunnarsson liggur meiddur eftir á vellinum eftir að hafa kastað sér á eftir lausum bolta. Hann virðist hafa lent illa á hægri hendi. Hann fer á bekkinnn þar sem hlúð er að honum. Áhyggjuefni fyrir Keflvíkinga.2. min: Eftir nokkurra mínúta töf þá hefst leikurinn á ný. Brian Mills skorar fyrsta stig Stjörnunnar. Staðan 4-1.1. min: Skotklukkan hér í Keflavík er með eitthvað vesen. Því er reddað í einum grænum en stærðarinnar pallur er dreginn fram á völl og klukkan löguð. Ísak Kristinsson, körfuboltadómari og Keflvíkingur, tekur þátt í viðgerðunum.1. min: Valur Orri Valsson, skorar fyrstu tvö stig leiksins. 2-0 fyrir Keflavík.1. min: Leikurinn er hafinn. Stjarnan vann uppkastið.0. min: Keflvíkingum gekk erfiðlega að eiga við Jarrid Frye í fyrsta leik liðanna. Frye var með 25 stig. Jovan Zdravevski átti einnig skínandi góðan leik og var með 24 stig.0. min: Það er skínandi fín mæting hér í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ. Þegar skammt er í leik eru pallarnir nánast fullir. Það verður fullt hús í Toyota-höllinni í kvöld, svo mikið er víst.0. min: Stjarnan getur sópað Keflavík í sumarfrí með sigri í kvöld. Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu fyrsta leik þessara liða, 102-86. Keflavík verður að vinna í kvöld til að knýja fram oddaleik.0 min: Verið velkomin/n í beina textaslýsingu frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Domino's deildarinar. Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Lokatölur urðu 100-87. Keflvíkingar mættu gríðarlega ákveðnir i fyrsta leikhluta. Þeir köstuðu sér á alla lausa bolta og virtust mun ákveðnari í sigur en gestirnir úr Garðabænum. Keflavíkingar börðust af krafti í vörninni og uppskáru gott forskot eftir fyrsta leikhluta, 31-18. Magnús Þór Gunnarsson byrjaði leikhlutann ekki vel því hann meiddist á fingri eftir um tveggja mínútna leik að hafa kastað sér á eftir lausum bolta. Eftir að hann var búinn að jafna sig mætti hann gríðarlega einbeittur og skoraði 9 stig. Keflvíkingar verðskuldað yfir eftir fyrsta leikhluta. Keflavík hélt áfram að þjarma að Stjörnunni í öðrum leikhluta og náði mest 22 stiga forystu eftir um 14. mínútna leik. Justin Shouse hafði verið mjög slakur hjá Stjörnunni framan af leik og tapað nokkrum boltum með slæmum sendingum. Hann tók sér tak í seinni hluta annars leikhluta og setti niður 10 stig. Stjarnan náði að komast inn í leikinn og staðan í hálfleik, 53-41. Allt varð vitlaust á vellinum eftir að flautað var til hálfleiks. Zdravevski virtist ýta við Magnúsi Þór sem féll með tilþrifum í gólfið. Dómararnir ráku í kjölfarið Zdravevski úr húsi. Kjartan Atli Kjartansson í Stjörnunni var heldur betur ósáttur með Magnús og óð í hann þar sem hann lá á gólfinu. Skilja þurfti menn í sundur í kjölfarið og svo sannarlega hiti í leiknum. Stjörnumenn voru afar ósáttir með Magnús sem þeir töldu að hefði verið að fiska brot á Zdravevski. Michael Craion lék ekkert í seinni hálfleik vegna meiðsla sem hann hlaut í lok fyrsta leikhluta. Það kom hins vegar ekki að sök fyrir Keflvíkinga sem léku vel. Stjörnumenn byrjuðu leikhlutann vel og náðu að minnka muninn niður í 10 stig en aldei komust þeir niður fyrir þann mun. Keflvíkingar voru að leika vel og fengu mikilvægt framlag frá Snorra Hrafnkelssyni sem var drúgur undir körfunni í vörn og sókn. Staðan 78-61 fyrir lokaleikhlutann og útlitið gott hjá heimamönnum. Þrátt fyrir áhlaup Stjörnunnar framan af fjórða leikhluta þá héldu Keflvíkingar sjó. Stjarnan náði að minnka munninn minnst niður í fimm stig þegar skammt var eftir. Keflavík tók þá góðan kafla og vann verðskuldaðan 13 stig sigur, 100-87. Leikurinn var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. Hart var barist og alveg ljóst að menn voru að berjast fyrir lífi sínu í keppninni. Liðin þurfa að mætast aftur í oddaleik næstkomandi fimmtudag. Darrel Lewis átti góðan leik hjá Keflavík og var með 26 stig. Magnús Gunnarsson steig upp í kvöld og kveikti í sínum mönnum með góðum þristum inn á milli. Hann skoraði alls 24 stig. Hjá Stjörnunni var Jarrid Frye bestur með 23 stig og Justin Shouse skoraði 18 stig.Teitur: Létum vaða yfir okkur „Þetta eru mikil vonbrigði eins og alltaf þegar við töpum. Margir af mínum mönnum voru alltof mjúkir í byrjun leiks og létu vaða yfir sig. Við hefðum ekki unnið lið í neðri hluta deildarinnar miðað við spilamennskuna framan af leik. Við áttum ekkert erindi í Keflavík - það var allt illa gert hjá okkur í kvöld," segir Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Teitur missti Jovan Zdravevski útaf í hálfleik en hann var rekinn úr húsi fyrir að ýta við Magnúsi Gunnarssyni. Teitur telur að Magnús hafi verið með leikaraskap. „Mín skoðun á þessu atviki er líklega sú sama og hjá öllum þeim sem sáu þetta. Þeir fóru með bringuna í hvorn annan og Magnús kastaði sér í gólfið. Þetta var náttla bara fáránlegt og nú er okkar maður jafnvel á leiðinni í leikbann. Það er hreinlega brandari. Í öðrum íþróttum er þetta ekki neitt. Þetta réði þó ekki úrslitum í leiknum. Við vorum bara lélegir," segir Teitur. „Við þurfum að mæta ákveðnari til leiks á fimmtudag og ætlum okkur sigur. Það kemur ekkert annað til greina."Magnús Þór: Jovan sló til mín „Þetta er það sem við ætluðum okkur að gera. Við mættum jafn ákveðnir til leiks og við gerðum í Ásgarði í fyrsta leik. Þar spiluðum við bara í 10 mínútur en núna spiluðum við kannski svona 30 mínútur. Þetta er betra en síðast," sagði Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur kátur í leikslok. Atvik leiksins átti sér stað í lok fyrri hálfleiks þar sem Jovan Zdravevski var rekinn úr húsi fyrir að ýta við Magnúsi. „Jovan kom hlaupandi að mér og sló til mín. Það er bannað að slá í körfubolta – þetta er íþrótt án snertinga," segir Magnús sem gefur ekki mikið fyrir ummæli þjálfara Stjörnunnar um að hann hafi fallið auðveldlega til jarðar. „Teitur má væla í dómurum og fréttamönnum mín vegna. Hann er ágætur í því og kann á þetta. Hann má segja það sem hann vill. Ég veit hvað gerðist og Jovan líka." Magnús er staðráðinn í því að komast í undanúrslit. „Við ætlum að spila okkar leik í 40 mínútur í næsta leik og þá erum við í góðum málum. Við lögðum upp með að spila upp okkar besta mann [Michael Craion innsk. blm.] en því miður gátum við það ekki eftir að hann meiddist og þurftum að breyta til. Í kjölfarið keyrðum við upp hraðann. Það sýnir hversu sterkt lið við erum með. Við unnum Stjörnuna þó okkar besti maður væri meiddur."Keflavík-Stjarnan 100-87 (31-18, 22-23, 25-20, 22-26) Keflavík: Darrel Keith Lewis 26/10 fráköst/5 stolnir, Magnús Þór Gunnarsson 24/5 fráköst/5 stoðsendingar, Billy Baptist 16/9 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 12, Arnar Freyr Jónsson 9/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 8/4 fráköst, Michael Craion 3/3 varin skot, Ragnar Gerald Albertsson 2, Andri Daníelsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Sigurður Vignir Guðmundsson 0, Andri Þór Skúlason 0. Stjarnan: Jarrid Frye 23/8 fráköst, Justin Shouse 18/7 fráköst/11 stoðsendingar/6 stolnir, Brian Mills 14/4 fráköst/5 varin skot, Marvin Valdimarsson 13, Jovan Zdravevski 12, Kjartan Atli Kjartansson 4, Sæmundur Valdimarsson 2, Fannar Freyr Helgason 1/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0. Bein textalýsing: 40. min: Leiknum er lokið með sigri Keflavíkur, 100-87.40. min: Dæmd er tæknivilla á Val Orra eftir að hann stjakar við Kjartani Atla. Hann lætur sig einnig falla með tilþrifum. Dýfur vinsælar í kvöld.39. min: Keflavík er að klára þennan leik. Stjörnumenn henda boltanum útaf þegar mínúta er eftir og Keflvíkingar eru því að tryggja sér oddaleik.39. min: Lewis skorar körfu og fær dæmda villu. Hann skorar úr vítinu og kemur Keflavík 11 stigum yfir. Staðan 95-84.38. min: Stjarnan tekur leikhlé þegar tvær mínútur eru eftir. Keflavík leiðir með 10 stigum.38. min: Arnar Freyr Jónsson skorar mikilvægan þrist fyrir Keflavík og Keflavík fær vítaskot að auki sem Magnús skorar úr. Staðan er 92-82.38. min: Marvin Valdimarsson skorar þrist og minnkar muninn. Staðan er 87-82.37. min: Sex stiga munur, 85-79. Heimamenn eru að missa tökin á þessum leik.37. min: Shouse minnkar muninn niður í átta stig, 85-77. Mikil spennan komin í þennan leik.36. min: Staðan er 85-75 þegar rúmar fjórar mínútur eru eftir.35. min: Það er mikil harka í þessum leik. Stjörnumenn eru alls ekki sáttir með dómgæsluna í kvöld.34. min: Jarrid Frye skorar frábæra körfu og fær dæmda villu að auki. Stjarnan er ennþá inni í þessum leik. Staðan 82-70.34. min: Valur Orri lætur sig falla við hliðina á Fannari Helgasyni og reynir að fiska villu. Dýfa kallast þetta víst á frummálinu. Stjörnumenn láta hann heyra það. Það er mikill hiti í leiknum og kjölfarið er dæmd tæknivilla á Billy Baptist fyrir brot á Shouse. Staðan er 82-68.33. min: Jarrid Frye skorar þrist fyrir Stjörnuna. Staðan 80-66.32. min: Darrel Lewis skorar fyrstu stigin í fjórða leikhluta. Stðana 80-61.30. min: Þriðja leikhluta lýkur með að Brian Mills skorar góða körfu. Staðan er 78-61 fyrir Keflavík.30. min: Dæmd er tæknivilla á Justin Shouse fyrir að hindra skot. Keflvíkingar fá tvö vítaskot og boltann á ný. Staðan er 76-59.29. min: Kjartan Atli skorar þrist fyrir Stjörnuna. Staðan er 70-59.29. min: Michael Craion hefur ekkert leikið í seinni hálfleik. Hann er meiddur á bekknum og munar um minna fyrir Keflavík enda hefur Craion verið þeirra besti maður í vetur. Ökklinn virðist vera að plaga Craion.29. min: Keflavík tekur leikhlé í stöðunni 70-56 og ráða ráðum sínum.27. min: Snorri Hrafnkelsson er búinn að vera drjúgur hjá Keflavík. Hann setur niður tvö stig og breytir stöðunni í 70-54. Stjörnunni gengur illa að vinna niður forystu Keflavíkur.26. min: Stjörnuenn eru að komast inn í leikinn. Staðan er 64-52.23. min: Marvin Valdimarsson skorar þrist fyrir Stjörnuna. Staðan er 62-46.22. min: Snorri Hrafnkelsson skorar fjögur stig fyrir Keflavík. Staðan er 60-43.20. min: Jovan Zdravevski var rekinn úr húsi fyrir að ýta við Magnúsi. Áfall fyrir Stjörnumenn sem telja að Magnús hafi verið með leikaraskap og látið sig falla.20. min: Stigahæstir í fyrri hálfleik eru eftirfarand: Keflavík - Magnús Þór Gunnarsson, 16 stig, Darrel Lewis, 15 stig. Stjarnan - Jovan Zdravevski, 12 stig, Justin Shouse, 10 og Jarrid Frye, 10.20. min: Dæmd er tæknivillla á Zdravevski um leið og flautað er til hálfleiks. Hann virtist stjaka við Magnús Gunnarssyni sem féll með tilþrifum í gólfið. Kjartan Atli Kjartansson var ekki sáttur með Magnús og réðst að honum. Skilja þurfti menn í sundur. Mikil dramatík í Toyota-höllinni.20. min: Öðrum leikhluta lokið. Staðan er 53-41. Darrel Lewis skorar tvö stig þegar leikhlutinn var að klárast.20. min: Shouse skorar þrist úr galopnu færi. Stjörnumenn á siglingu þessa stundina. Staðan er 51-41.19. min: Justin Shouse skorar þrist og lagar stöðuna hjá Stjörnunni. Lítið farið fyrir Shouse í leiknum til þessa. Staðan er 49-37.17. min: Zdravevski laumar niður þrist. Staðan er 49-32.15. min: Valur Orri skorar þrist fyrir Keflavík eftir að Justin Shouse hafði tapað boltanum. Staðan 49-29.14. min: Jovan Zdravevski skorar þrist úr horninu fyrir Stjörnuna. Hans fyrsti þristur í kvöld. Sraðan er 44-25.14. min: Aðeins hefur hægst á leiknum. Keflvíkingar eru með 22 stiga forystu, 42-20.12. min: Magnús Þór virðist vera í stuði í kvöld. Skorar þrist og er kominn með 12 stig. Staðan 38-18 og Teitur Örlygsson tekur leikhlé. Frábær stemmning hjá Keflavík en leikur Stjörnunnar er slakur.10. min: Fyrsta leikhluta lokið. Staðan er 31-18 fyrir Keflavík. Magnús setti niður þrjú vítaskot þegar leiktíminn var u.þ.b. runninn út.10. min: Darrel Lewis setur niður þrist. Staðan er 26-18 fyrir Keflavík.9. min: Magnús Þór Gunnarsson setur niður sinn annan þrist. Staðan 23-14.8. min: Keflvíkingar eru með undirtökin í leiknum. Staðan er 18-12.6. min: Nú liggur Michael Craion á gólfinu hjá Keflavík. Hann virðist hafa meitt sig aftan í læri og fer beint inn í klefa til aðhlynningar5. min: Staðan er 10-5 þegar fyrsti leikhluti er hálfnaður.4. min: Magnús Þór er kominn aftur á leikvöllinn hjá Keflavík. Hristir af sér meiðslin.3. min: Keflvíkingar eru baráttuglaðir hér á fyrstu mínútum. Henda sér í alla bolta. Það er frábær stemmning hér í Toyota-höllinni.3. min: Magnús Gunnarsson liggur meiddur eftir á vellinum eftir að hafa kastað sér á eftir lausum bolta. Hann virðist hafa lent illa á hægri hendi. Hann fer á bekkinnn þar sem hlúð er að honum. Áhyggjuefni fyrir Keflvíkinga.2. min: Eftir nokkurra mínúta töf þá hefst leikurinn á ný. Brian Mills skorar fyrsta stig Stjörnunnar. Staðan 4-1.1. min: Skotklukkan hér í Keflavík er með eitthvað vesen. Því er reddað í einum grænum en stærðarinnar pallur er dreginn fram á völl og klukkan löguð. Ísak Kristinsson, körfuboltadómari og Keflvíkingur, tekur þátt í viðgerðunum.1. min: Valur Orri Valsson, skorar fyrstu tvö stig leiksins. 2-0 fyrir Keflavík.1. min: Leikurinn er hafinn. Stjarnan vann uppkastið.0. min: Keflvíkingum gekk erfiðlega að eiga við Jarrid Frye í fyrsta leik liðanna. Frye var með 25 stig. Jovan Zdravevski átti einnig skínandi góðan leik og var með 24 stig.0. min: Það er skínandi fín mæting hér í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ. Þegar skammt er í leik eru pallarnir nánast fullir. Það verður fullt hús í Toyota-höllinni í kvöld, svo mikið er víst.0. min: Stjarnan getur sópað Keflavík í sumarfrí með sigri í kvöld. Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu fyrsta leik þessara liða, 102-86. Keflavík verður að vinna í kvöld til að knýja fram oddaleik.0 min: Verið velkomin/n í beina textaslýsingu frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Domino's deildarinar.
Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti