Körfubolti

Snæfellskonur tryggðu sér annað sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Björg Kjartansdóttir.
Hildur Björg Kjartansdóttir. Mynd/Stefán
Snæfell tryggði sér annað sætið í Dominos-deild kvenna í kvöld með því að vinna ellefu stiga heimasigur á Njarðvík, 80-69, en þetta er besti árangur kvennaliðs Snæfells frá upphafi í deildarkeppninni.

Snæfell er öruggt með annað sætið af því að KR tapaði á sama tíma fyrir Haukum. Snæfell hefur því heimavallarrétt í undanúrslitum úrslitakeppninnar þar sem liðið mætir einmitt KR.

Kieraah Marlow skoraði 22 stig fyrir Snæfell í kvöld, Hildur Björg Kjartansdóttir var með 17 stig og Helga Hjördós Björgvinsdóttir skoraði 16 stig og tók 11 fráköst. Lele Hardy var með 34 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar.

Snæfell lék án Öldu Leifar Jónsdóttur í þessum leik og var aðeins með átta leikmenn á skýrslu en tókst engu að síður að landa sigri með góðum endaspretti. Snæfell vann lokaleikhlutann 27-13 og þar með leikinn með 11 stigum.

Njarðvík var 23-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann og þremur stigum yfir í hálfleik, 41-38.



Snæfell-Njarðvík 80-69 (38-41)

Snæfell: Kieraah Marlow 22/8 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 16/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11, Rósa Indriðadóttir 7/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 7/7 fráköst/6 stoðsendingar.

Njarðvík: Lele Hardy 34/13 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Erna Hákonardóttir 11, Svava Ósk Stefánsdóttir 7/10 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 5, Sara Dögg Margeirsdóttir 4, Salbjörg Sævarsdóttir 4/3 varin skot, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ásdís Vala Freysdóttir 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×