Bandaríkjamaðurinn Shawn Crawford hefur verið settur í tveggja ára keppnisbann fyrir að gangast ekki undir lyfjapróf í þrjú skipti.
Crawford, sem vann gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004, gaf lyfjaeftirliti Bandaríkjamanna ekki kost á að taka sýni hjá honum í þremur aðskildum tilraunum á átján mánaða tímabili. Fyrir vikið verða öll úrslit frá því 17. nóvember 2012 strokuð út.
Crawford vann silfurverðlaun í 200 metra hlaupinu á leikunum í Peking 2008 og einnig með sveit Bandaríkjanna í 4x100 metra hlaupi.

