Grindavík og Stjarnan spila í kvöld fyrsta leik sinn í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í körfubolta. Leikur kvöldsins fer fram í Röstinni í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Grindvíkingar réðu ekkert við Stjörnumanninn Jarrid Frye í tveimur leikjum liðanna á þessu ári.
Jarrid Frye var valinn besti leikmaður bikarúrslitaleiksins og var síðan aðeins einni stoðsendingu frá þrennu í deildarleik liðanna átta dögum síðar.
Frye er að skora 28,0 stig að meðaltali í leik í þessum tveimur viðureignum sínum á móti Grindavík og er með rétt tæplega 56 prósent skotnýtingu. Hvorugur þessara leikja var hinsvegar í Grindavík og nú er að sjá hvort Grindavíkurliðinu gangi betur með Frye í Röstinni.
Leikir Jarrid Frye á móti Grindavík:
91-79 sigur í bikarúrslitum
32 stig, 8 fráköst, 6 stoðsendingar, 65 prósent skotnýting - 37 í framlagi
104-82 sigur í deildinni
24 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar, 47 prósent skotnýting - 31 í framlagi
Meðaltöl Frye á móti Grindavík:
28,0 stig
9,5 fráköst
7,5 stoðsendingar
55,9 prósent skotnýting
34,0 í framlagi
Hafa ekkert ráðið við Jarrid Frye
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti


Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
