Golf

Örlög Tigers ráðast síðar í dag

Svo gæti farið að Tiger Woods verði rekinn úr Masters-mótinu. Því er haldið fram að hann hafi tekið ólöglegt högg á 15. brautinni í gær.

Tiger var einstaklega óheppinn á holunni. Frábært innáhögg hans fór í stöngina og þaðan út í vatnið. Vítið sem hann tók er síðan það sem allt snýst um.

Tiger tók vítið frá sama stað en viðurkenndi í viðtali eftir hringinn að hafa látið boltann falla um tveim metrum frá upprunalega staðnum. Þá hefði hann átt að fá tvö högg í víti en ekki eitt eins og hann skrifaði upp á.

Dómaranefnd mótsins mun taka málið fyrir síðar í dag og þá mun koma í ljós hvort Tiger fái að halda áfram keppni eður ei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×