Körfubolti

Vandræðalaust hjá KR í Hólminum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shanon McCullum, leikmaður KR.
Shanon McCullum, leikmaður KR. Mynd/Stefán
KR er komið með 2-1 forystu í undanúrslitarimmu sinni gegn Snæfelli í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna.

KR vann yfirburðasigur í leik liðanna í kvöld, 73-50, þar sem að gestirnir náðu að halda Snæfelli í aðeins sautján stigum í fyrri hálfleik.

KR náði forystu snemma í leiknum og lét hana aldrei af hendi. Shannon McCallum skoraði 25 stig, þar af 22 í fyrri hálfleik.

Aðeins þrír leikmenn Snæfells komust á blað í fyrri hálfleik en af stigunum sautján skoraði Kieraah Marlow tíu stig. Hún var alls með fimmtán í leiknum.

KR getur því tryggt sér sigur í lokaúrslitunum með sigri á heimavelli á laugardaginn klukkan 16.00.

Snæfell-KR 50-73 (8-17, 9-16, 14-22, 19-18)

Snæfell: Kieraah Marlow 15/15 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 10, Hildur Björg Kjartansdóttir 7/5 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6, Ellen Alfa Högnadóttir 4/4 fráköst, Sara Sædal Andrésdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 2/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, Hildur Sigurðardóttir 2.

KR: Shannon McCallum 25/10 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 11/13 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 9/4 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 6/5 stolnir, Rannveig Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Ína María Einarsdóttir 5, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 4, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×