Það var mikið fjölmiðlafár þegar New York Jets kynnti leikstjórnandann Tim Tebow til sögunnar fyrir ári síðan. Nú er hann á förum.
Jets tilkynnti í dag að félagið hefði leyst Tebow undan samningi. Hann fékk nánast ekkert að spreyta sig hjá liðinu síðasta sumar.
"Við berum mikla virðingu fyrir Tebow en því miður gengu hlutirnir bara ekki upp. Tim lagði sig alltaf allan fram og ég óska honum alls hins besta," sagði Rex Ryan, þjálfari Jets.
Jets valdi leikstjórnandann Geno Smith í nýliðavalinu og var þá komið með sex leikstjórnendur. Einhver varð því að víkja. Búist var við að Tebow myndi gera það enda fékk hann ekki þau tækifæri sem hann var að vonast eftir að fá.
Alger óvissa ríkir um hvert Tebow fer næst.
Tebow orðinn atvinnulaus

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti





Bayern varð sófameistari
Fótbolti