Velska liðið Cardiff City vill fá Hollendingin Dirk Kuyt í sínar raðir en enskir fjölmiðlar greina frá því í dag.
Aron Einar Gunnarsson og Heiðar Helguson leika með Cardiff sem tryggði sér nýverið sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstu leiktíð.
Kuyt lék lengi með Liverpool en fór til Fenerbahce síðastliðið sumar og hefur gengið vel þar. Liðið er á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitum Evrópudeildar UEFA en liðið vann 1-0 sigur á Benfica í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum í gær.
Kuyt mun vera ánægður í Tyrklandi og á þar að auki tvö ár eftir af núverandi samningi sínum þar.
Forráðamenn Cardiff vilja styrkja sóknarlínu liðsins fyrir næsta leiktíð og sjá fyrir sér að Kuyt gæti spilað við hlið Craig Bellamy en þeir voru samherjar hjá Liverpool á sínum tíma.
Körfubolti