Te'o ekki valinn í fyrstu umferðinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. apríl 2013 09:44 Mynd/AP Fyrsta umferð nýliðavalsins í NFL-deildinni fór fram í nótt og voru helstu tíðindin þau að Manti Te'o var ekki valinn. Te'o komst í heimsfréttirnar fyrr í vetur þegar upp komst um samband hans við kærustu sem var ekki til. Te'o hélt því fram að hann hefði verið blekktur en ekki allir trúa því. Te'o hafði fengið mikla samúð þegar hann greindi frá því að kærasta hans og amma hefðu látist á sama degi, þann 11. september síðastliðinn. Þá spilaði hann með Notre Dame-háskólanum. Hann varð í öðru sæti í hinu árlega Heisman-kjöri þar sem bestu leikmenn háskólaboltans eru valdir. En hann olli vonbrigðum í úrslitaleik Notre Dame gegn Alabama, auk þess sem hann þótti ekki ná sínu besta fram í æfingabúðum fyrir NFL-deildina eftir að tímabilinu lauk. Te'o byrjaði þó frábærlega á háskólatímabilinu í haust og voru þá margir sem töldu öruggt að Te'o yrði meðal þeirra allra fyrstu sem yrðu valdir í nýliðavalinu í ár. En annað kom á daginn. Öll 32 lið deildarinnar fengu að velja í nótt og ekkert þeirra valdi Te'o í sitt lið. Þrír af þeim fyrstu fjórum sem voru valdir í nótt eru varnarmenn í sóknarlínu (e. offensive tackle) - leikmenn sem verja leikstjórnanda fyrir varnarlínu andstæðingsins. Eric Fisher var valinn fyrstur en hann fór til Kansas City. Luke Joeckelvar næstur en hann fór til Jacksonville og Lane Johnson, sem var fjórði, fór til Philadelphia. Þriðja, fimmta og sjötta val voru allir varnarmenn en fyrsti sóknarmaðurinn sem var valinn var Tavon Austin, útherji sem fór til St. Louis. Eini leikstjórnandinn sem var valinn í fyrstu umferðinni var EJ Manuel sem fór til Buffalo. NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Fyrsta umferð nýliðavalsins í NFL-deildinni fór fram í nótt og voru helstu tíðindin þau að Manti Te'o var ekki valinn. Te'o komst í heimsfréttirnar fyrr í vetur þegar upp komst um samband hans við kærustu sem var ekki til. Te'o hélt því fram að hann hefði verið blekktur en ekki allir trúa því. Te'o hafði fengið mikla samúð þegar hann greindi frá því að kærasta hans og amma hefðu látist á sama degi, þann 11. september síðastliðinn. Þá spilaði hann með Notre Dame-háskólanum. Hann varð í öðru sæti í hinu árlega Heisman-kjöri þar sem bestu leikmenn háskólaboltans eru valdir. En hann olli vonbrigðum í úrslitaleik Notre Dame gegn Alabama, auk þess sem hann þótti ekki ná sínu besta fram í æfingabúðum fyrir NFL-deildina eftir að tímabilinu lauk. Te'o byrjaði þó frábærlega á háskólatímabilinu í haust og voru þá margir sem töldu öruggt að Te'o yrði meðal þeirra allra fyrstu sem yrðu valdir í nýliðavalinu í ár. En annað kom á daginn. Öll 32 lið deildarinnar fengu að velja í nótt og ekkert þeirra valdi Te'o í sitt lið. Þrír af þeim fyrstu fjórum sem voru valdir í nótt eru varnarmenn í sóknarlínu (e. offensive tackle) - leikmenn sem verja leikstjórnanda fyrir varnarlínu andstæðingsins. Eric Fisher var valinn fyrstur en hann fór til Kansas City. Luke Joeckelvar næstur en hann fór til Jacksonville og Lane Johnson, sem var fjórði, fór til Philadelphia. Þriðja, fimmta og sjötta val voru allir varnarmenn en fyrsti sóknarmaðurinn sem var valinn var Tavon Austin, útherji sem fór til St. Louis. Eini leikstjórnandinn sem var valinn í fyrstu umferðinni var EJ Manuel sem fór til Buffalo.
NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira