Félagshyggja til framtíðar Líf Magneudóttir skrifar 23. apríl 2013 07:00 Í meintri velmegun frjálshyggjuáranna varð veruleiki sumra lyginni líkastur. Margir fóru að líta á ýmislegt sem eðlileg lífsgæði og sjálfsagðar kröfur, sem voru fjarri öllum sanni. Í hamaganginum við að koma höndum yfir sem mest af veraldlegum gæðum gleymdist það sem mestu máli skiptir: Velferð og framtíð afkomenda okkar og þeirra sem lægstar hafa raddirnar. Tilvera sumra virðist hafa gengið út á að sópa sem mestu í eigin vasa, skeyta engu um náungann og líta á náttúruna sem hráefni fremur en lífsnauðsynlegt umhverfi. Í augum þeirra var ríkissjóður ræningi frekar en samhjálp og manneskjur voru bara neytendur. 2007-gildin voru eins og speglasalur í skemmtigarði – allar myndir togaðar, teygðar og afskræmdar. Ríkisstjórninni hefur iðulega verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki staðið við fyrirheit sín og svíkja okkur um skjaldborgina. Enginn getur þó af sanngirni neitað því að Ísland hefur skipt um kúrs og siglir nú í rétta átt. Ísland, þar sem hagvöxtur, bankainnistæður og virkjanaframkvæmdir voru lausnarorðin, vék fyrir Íslandi þar sem velferð og jöfnuður eru í fyrirrúmi. Í mínum augum er skjaldborgin fyrst og fremst fólgin í öryggisneti sem tryggir afkomu okkar þegar á móti blæs, fjármögnuðu úr sameiginlegum sjóðum okkar. Velferðin er ekki síst fólgin í því að vita að börnin okkar geta öðlast menntun og tækifæri í lífinu, óháð efnahag, kyni og uppruna. Ef andlegir eða líkamlegir sjúkdómar herja á okkur eða ástvini okkar stendur okkur til boða heilbrigðiskerfi þar sem allir eru boðnir og búnir að hjálpa okkur að ná aftur heilsu. Það er góð tilfinning að vera hluti af samfélagi sem annast börn og gamalmenni, öryrkja og aðra sem standa höllum fæti, og það er góð tilfinning að hafa reitt fram sinn skerf til að svo megi verða. Í þannig samfélagi vil ég búa. Við megum hins vegar ekki gleyma að þessi sameiginlegi sjóður okkar er ekki silfrið hans Egils sem einhver hefur grafið úr jörðu, góssið úr hollenska gullskipinu eða sjóræningjafjársjóður sem hefur rekið á íslenskar fjörur. Við eigum öll þennan sjóð, höfum byggt hann upp og höldum honum við með skattinum okkar. Hann tryggir okkur heilsugæslu og umönnun þegar við veikjumst eða eldumst, menntun barnanna okkar, samgöngukerfi, löggæslu, listir og menningu og ótal margt annað sem við teljum bráðnauðsynlegt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag. Þetta er hin raunverulega skjaldborg sem vinstri stjórnin sló um Ísland og velferðin sem hún varði við erfiðar aðstæður. Hún breytti skattkerfinu til að auka jöfnuð og hélt fast í það sem við síst megum við að missa, minnug þess að það er auðveldara að rífa niður en byggja upp. Þegar betur árar höfum við undirstöður til að reisa traustara og heilbrigðara samfélag en á bólu-árunum; samfélag sjálfbærni og jöfnuðar. Og nú árar betur. Það hefur tekið sinn tíma að snúa við þjóðarskútunni og taka nýjan og betri kúrs. Látum vera í þetta sinn að sigla aftur í fortíðina, í speglasalinn í skemmtigarðinum, sem löngu ætti að vera búið að loka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í meintri velmegun frjálshyggjuáranna varð veruleiki sumra lyginni líkastur. Margir fóru að líta á ýmislegt sem eðlileg lífsgæði og sjálfsagðar kröfur, sem voru fjarri öllum sanni. Í hamaganginum við að koma höndum yfir sem mest af veraldlegum gæðum gleymdist það sem mestu máli skiptir: Velferð og framtíð afkomenda okkar og þeirra sem lægstar hafa raddirnar. Tilvera sumra virðist hafa gengið út á að sópa sem mestu í eigin vasa, skeyta engu um náungann og líta á náttúruna sem hráefni fremur en lífsnauðsynlegt umhverfi. Í augum þeirra var ríkissjóður ræningi frekar en samhjálp og manneskjur voru bara neytendur. 2007-gildin voru eins og speglasalur í skemmtigarði – allar myndir togaðar, teygðar og afskræmdar. Ríkisstjórninni hefur iðulega verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki staðið við fyrirheit sín og svíkja okkur um skjaldborgina. Enginn getur þó af sanngirni neitað því að Ísland hefur skipt um kúrs og siglir nú í rétta átt. Ísland, þar sem hagvöxtur, bankainnistæður og virkjanaframkvæmdir voru lausnarorðin, vék fyrir Íslandi þar sem velferð og jöfnuður eru í fyrirrúmi. Í mínum augum er skjaldborgin fyrst og fremst fólgin í öryggisneti sem tryggir afkomu okkar þegar á móti blæs, fjármögnuðu úr sameiginlegum sjóðum okkar. Velferðin er ekki síst fólgin í því að vita að börnin okkar geta öðlast menntun og tækifæri í lífinu, óháð efnahag, kyni og uppruna. Ef andlegir eða líkamlegir sjúkdómar herja á okkur eða ástvini okkar stendur okkur til boða heilbrigðiskerfi þar sem allir eru boðnir og búnir að hjálpa okkur að ná aftur heilsu. Það er góð tilfinning að vera hluti af samfélagi sem annast börn og gamalmenni, öryrkja og aðra sem standa höllum fæti, og það er góð tilfinning að hafa reitt fram sinn skerf til að svo megi verða. Í þannig samfélagi vil ég búa. Við megum hins vegar ekki gleyma að þessi sameiginlegi sjóður okkar er ekki silfrið hans Egils sem einhver hefur grafið úr jörðu, góssið úr hollenska gullskipinu eða sjóræningjafjársjóður sem hefur rekið á íslenskar fjörur. Við eigum öll þennan sjóð, höfum byggt hann upp og höldum honum við með skattinum okkar. Hann tryggir okkur heilsugæslu og umönnun þegar við veikjumst eða eldumst, menntun barnanna okkar, samgöngukerfi, löggæslu, listir og menningu og ótal margt annað sem við teljum bráðnauðsynlegt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag. Þetta er hin raunverulega skjaldborg sem vinstri stjórnin sló um Ísland og velferðin sem hún varði við erfiðar aðstæður. Hún breytti skattkerfinu til að auka jöfnuð og hélt fast í það sem við síst megum við að missa, minnug þess að það er auðveldara að rífa niður en byggja upp. Þegar betur árar höfum við undirstöður til að reisa traustara og heilbrigðara samfélag en á bólu-árunum; samfélag sjálfbærni og jöfnuðar. Og nú árar betur. Það hefur tekið sinn tíma að snúa við þjóðarskútunni og taka nýjan og betri kúrs. Látum vera í þetta sinn að sigla aftur í fortíðina, í speglasalinn í skemmtigarðinum, sem löngu ætti að vera búið að loka.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun