Armonty Bryant var valinn af Cleveland Browns í nýliðavali NFL-deildarinnar á dögunum. Hann byrjar ferilinn ekki vel.
Bryant var nefnilega handtekinn um helgina en hann var að keyra fullur.
Handtakan er högg fyrir Browns sem hafði veðjað á að Bryant hefði lært af fyrri mistökum. Hann var handtekinn í fyrra fyrir að selja marijúana.
"Hann hefur lært af mistökunum og er til í að horfa fram á veginn. Hann hefur þroskast," sagði framkvæmdastjóri Cleveland eftir að félagið hafði valið hann í nýliðavalinu.
Þessi þroskasaga virðist ekki vera á réttri leið og Cleveland er nú að íhuga næstu skref.
Nýliði gripinn ölvaður undir stýri

Mest lesið


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti



Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1

Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1
