Golf

Tólf ára á Evrópumótaröðinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ye Wocheng
Ye Wocheng Nordicphotos/Getty
Ye Wocheng, tólf ára kínverskur áhugakylfingur, varð í dag sá yngsti í sögunni til þess að keppa á Evrópumótaröðinni. Wocheng vill þó líklega gleyma frumrauninni sem allra fyrst.

Wocheng, sem er tólf ára og 242 daga, lauk fyrsta hringnum á Opna Kínamótinu á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hann fékk átta skolla og fugl á hringnum og er 13 höggum á eftir forystusauðnum Robert-Jan Derksen frá Hollandi.

Landi Wocheng, hinn fjórtán ára gamli Guan Tianlang, varð á dögunum sá yngsti í sögunni til þess að keppa á Masters-mótinu. Tianlang varð yngstur til að keppa á Evrópumótaröðinni í fyrra þegar hann var 13 ára og 177 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×