Ingólfur Sigurðsson verður líklega lánaður í 2. deildarlið KV, að sögn Magnúsar Gylfasonar þjálfara Vals.
Magnús segir þetta við Fótbolti.net í dag. Ingólfur hefur bæði leikið með KR og Val á ferlinum, sem og í Hollandi og Danmörku.
Ingólfur er tvítugur og var hjá Lyngby í Danmörku þangað til að hann kom til Vals í vetur. Magnús segir að hann þurfi meiri leikæfingu áður en hann geti spilað með Val.
Valsmenn lánuðu einnig Sigurð Egil Lárusson í Víking, hans gamla félag, en Sigurður Egill var lengi vel meiddur í vetur.
Báðir leikmenn hafa spilað með yngri landsliðum Íslands.
Ingólfur á leið í KV
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti

