Robert Griffin III, eða RG III, er ein vinsælasta stjarnan í bandarísku íþróttalífi og hann kann svo sannarlega að skora stig hjá aðdáendum sínum.
Leikmaðurinn sló í gegn sem leikstjórnandi hjá Washington Redksins síðasta vetur og er þegar kominn á auglýsingasamning hjá sumum af stærstu fyrirtækjum heims.
RG III er að fara að gifta sig í byrjun júli og eftir að þau tíðindi láku út hefur hann fengið fjölda gjafa frá aðdáendum sínum.
Hann er augljóslega þakklátur fyrir það því hann sendi í það minnsta einum þeirra þakkarkort. Undir það skrifa bæði leikmaðurinn og unnusta hans.
Það var Keith Elgin sem fékk þakkarkortið og hann birti mynd af því á Twitteræ. Mynd af kortinu má sjá hér að ofan.
Sendi aðdáanda þakkarbréf
