Sigurður áminntur fyrir hótanir 22. maí 2013 19:31 Sigurður G. Guðjónsson. Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur verið áminntur af Lögmannafélagi Íslands fyrir að hafa brotið gróflega gegn siðareglum félagsins með framkomu sinni í garð lögmanna Lex lögmannsstofunnar. Um þetta upplýsti Sigurður sjálfur í dag en á bloggi sínu, sem hann birti síðdegis, skrifar hann að nú viti hann hvernig á að umgangast aðra lögmenn. „Ekki seinna vænna,“ bætti hann svo við.Vísir fjallaði ítarlega um málið í mars síðastliðnum en þá upplýsti Sigurður sjálfur á bloggi sínu að hann hefði verið kærður til siðanefndar Lögmannafélags Íslands af lögmannsstofunni fyrir hótanir. Málið snérist um skjólstæðing Sigurðar, Jakob Valgeir Flosason, sem þrotabú Glitnis hefur stefnt fyrir stjórnarsetu sína hjá skúffufyrirtækinu Stím. Það er LEX sem sér um málið fyrir þrotabúið. Í yfirlýsingunni frá Lex vegna málsins, sem fyrirtækið sendi frá sér í mars, kom meðal annars fram að Sigurður hefði gerst sekur um tilraun til að hindra lögmenn stofunnar í að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna og hafi með því gerst brotlegur við siðareglur lögmanna. Í blogginu sem Sigurður birti kom fram að Lex krafðist 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður sagði að hann hefði krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað af lögmannsstofunni. Sigurður ítrekaði þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex skildu sem hótun. En bréfið var svohljóðandi, samkvæmt bloggi Sigurðar sjálfs: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Greinin sem Sigurður braut er svohljóðandi: „Lögmaður má ekki hóta lögmanni gagnaðila kæru eða lögsókn í því skyni að fá hann til að aðhafast eitthvað eða láta eitthvað ógert í máli gagnaðila.“ Stím málið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur verið áminntur af Lögmannafélagi Íslands fyrir að hafa brotið gróflega gegn siðareglum félagsins með framkomu sinni í garð lögmanna Lex lögmannsstofunnar. Um þetta upplýsti Sigurður sjálfur í dag en á bloggi sínu, sem hann birti síðdegis, skrifar hann að nú viti hann hvernig á að umgangast aðra lögmenn. „Ekki seinna vænna,“ bætti hann svo við.Vísir fjallaði ítarlega um málið í mars síðastliðnum en þá upplýsti Sigurður sjálfur á bloggi sínu að hann hefði verið kærður til siðanefndar Lögmannafélags Íslands af lögmannsstofunni fyrir hótanir. Málið snérist um skjólstæðing Sigurðar, Jakob Valgeir Flosason, sem þrotabú Glitnis hefur stefnt fyrir stjórnarsetu sína hjá skúffufyrirtækinu Stím. Það er LEX sem sér um málið fyrir þrotabúið. Í yfirlýsingunni frá Lex vegna málsins, sem fyrirtækið sendi frá sér í mars, kom meðal annars fram að Sigurður hefði gerst sekur um tilraun til að hindra lögmenn stofunnar í að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna og hafi með því gerst brotlegur við siðareglur lögmanna. Í blogginu sem Sigurður birti kom fram að Lex krafðist 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður sagði að hann hefði krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað af lögmannsstofunni. Sigurður ítrekaði þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex skildu sem hótun. En bréfið var svohljóðandi, samkvæmt bloggi Sigurðar sjálfs: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Greinin sem Sigurður braut er svohljóðandi: „Lögmaður má ekki hóta lögmanni gagnaðila kæru eða lögsókn í því skyni að fá hann til að aðhafast eitthvað eða láta eitthvað ógert í máli gagnaðila.“
Stím málið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira