Nadal flengdi Federer í Róm Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. maí 2013 11:41 Rafael Nadal við keppni í gær. Mynd/GettyImages Spánverjinn Rafael Nadal fór illa með Svisslendinginn Roger Federer í úrslitaleik Opna ítalska meistaramótsins í tennis sem lauk í gær. Nadal hreinlega flengdi Federer í úrslitaleiknum og vann leikinn í tveimur settum, 6-1 og 6-3. Aðeins tók 68 mínútur að ljúka leiknum sem þykir stuttur leiktími í tennisheiminum. Nadal hefur verið í frábæru formi síðan hann snéri tilbaka úr meiðslum í febrúar. Hann var frá keppni í sjö mánuði vegna meiðsla en hefur nú unnið sex af síðustu átta mótum sínum og er þetta í sjöunda sinn sem þessi 26 ára tennisleikari sigrar á Opna ítalska. „Það er algjör draumur fyrir mig að hafa unnið sex mót af síðustu átta. Ég hefði aldrei trúað að ég gæti náð þessum árangri þegar ég snéri tilbaka í febrúar,“ segir Nadal. Opna franska meistaramótið, sem er eitt af risamótunum fjórum í tennisheiminum, er framundan og þykir Nadal nú sigurstranglegastur. Með sigrinum í gær fór Nadal upp í fjórða sæti heimslistans og kemur það í veg fyrir að hann geti mætt besta tennisleikara heims um þessar mundir, Serbanum Novak Djokovic, fyrr en í undanúrslitum á Opna franska mótinu.Nadal í sérflokki á leirvöllumLeikið var á leirvelli á Opna ítalska mótinu um helgina en það er einnig gert á Opna franska. Það eru fáir tennisleikarar sem leika betur á leir en Nadal og réð Federer ekkert við Spánverjarnn. „Hann lék mjög sókndjarft frá upphafi. Nadal gerði ekki mörg mistök og átti mjög góðan leik. Rafa hafði mun meiri toppspuna en allir aðrir í mótinu og ég réð illa við það. Ég reyndi að sækja en því miður þá átti ég ekki minn besta dag,“ sagði Federer. Nadal hefur unnið 11 stórmót á ferli sínum og hafa sjö sigrar hans komið á Opna franska. Hann þykir því mjög sigurstranglegur og yfirburðir hans á leirvelli þóttu augljósir á Opna ítalska um helgina. Erlendar Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Handbolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal fór illa með Svisslendinginn Roger Federer í úrslitaleik Opna ítalska meistaramótsins í tennis sem lauk í gær. Nadal hreinlega flengdi Federer í úrslitaleiknum og vann leikinn í tveimur settum, 6-1 og 6-3. Aðeins tók 68 mínútur að ljúka leiknum sem þykir stuttur leiktími í tennisheiminum. Nadal hefur verið í frábæru formi síðan hann snéri tilbaka úr meiðslum í febrúar. Hann var frá keppni í sjö mánuði vegna meiðsla en hefur nú unnið sex af síðustu átta mótum sínum og er þetta í sjöunda sinn sem þessi 26 ára tennisleikari sigrar á Opna ítalska. „Það er algjör draumur fyrir mig að hafa unnið sex mót af síðustu átta. Ég hefði aldrei trúað að ég gæti náð þessum árangri þegar ég snéri tilbaka í febrúar,“ segir Nadal. Opna franska meistaramótið, sem er eitt af risamótunum fjórum í tennisheiminum, er framundan og þykir Nadal nú sigurstranglegastur. Með sigrinum í gær fór Nadal upp í fjórða sæti heimslistans og kemur það í veg fyrir að hann geti mætt besta tennisleikara heims um þessar mundir, Serbanum Novak Djokovic, fyrr en í undanúrslitum á Opna franska mótinu.Nadal í sérflokki á leirvöllumLeikið var á leirvelli á Opna ítalska mótinu um helgina en það er einnig gert á Opna franska. Það eru fáir tennisleikarar sem leika betur á leir en Nadal og réð Federer ekkert við Spánverjarnn. „Hann lék mjög sókndjarft frá upphafi. Nadal gerði ekki mörg mistök og átti mjög góðan leik. Rafa hafði mun meiri toppspuna en allir aðrir í mótinu og ég réð illa við það. Ég reyndi að sækja en því miður þá átti ég ekki minn besta dag,“ sagði Federer. Nadal hefur unnið 11 stórmót á ferli sínum og hafa sjö sigrar hans komið á Opna franska. Hann þykir því mjög sigurstranglegur og yfirburðir hans á leirvelli þóttu augljósir á Opna ítalska um helgina.
Erlendar Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Handbolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira