Keflavík Music Festival í uppnámi KH og JBG skrifar 7. júní 2013 11:03 Óli Geir Jónsson tónleikahaldari segir dagskránna hafa riðlast. Franz Gunnarsson, gítarleikari Ensíma, vandar skipuleggjendum ekki kveðjurnar. Aðeins tvær hljómsveitir af fjórum sem spila áttu í Tuborg-tjaldinu á Keflavík Music Festival í gær kom fram. Hinar sveitirnar hættu við þar sem þær töldu tónleikahaldara ekki standa við gerða samninga. Þá mun Micha Moor ekki spila á hátíðinni í kvöld þar sem hljómsveitin fékk enga flugmiða frá tónleikahöldurum, að því er segir á Twitter-síðu sveitarinnar. „Við áttum að fá fyrirgramgreiðslu áður en við stigum á svið. Það var forsenda þess að við myndum spila og eitthvað sem var búið að semja um löngu áður. Ég kom fyrr á staðinn til að klára þetta mál en tónleikahaldararnir létu aldrei sjá sig,“ segir Franz Gunnarsson, gítarleikari í Ensíma. Skálmöld og Pétur Ben spiluðu en Sign og Ensími pökkuðu hins vegar saman og fóru heim. „Þetta var allt mjög sérstakt,“ segir Franz. „Engin gæsla á svæðinu; engin ljós og engin aðstaða fyrir tónlistarmenn svo við þurftum að hýrast þarna í skítakulda. Við biðum og biðum eftir forsvarsmönnum hátíðarinnar en þegar þeir létu ekki sjá sig svo við pökkuðum saman og fórum.“ Að sögn Franz höfðu Skálmaldarmenn ekki samið um fyrirframgreiðslu eins og hinar sveitirnar og því hafi þeir spilað. Töluverðrar óánægju virðist gæta meðal tónleikagesta ef marka má umræður á Facebook. Óli Geir Jónsson tónleikahaldari segir að dagskráin hafi riðlast þar sem danska sveitin Outlandis hafi lent án farangurs. Hljóðfærin hafi ekki farið með í vélina og því hafi dagskráin riðlast um tæpa tvo tíma. „Dagskráin í Reykjaneshöll átti að vera frá 7 til 11 en varð frá 8.30 til 1.30. Við gátum ekki seinkað dagskránni í tjöldunum. Á þeim tíma þegar allt átti að vera í gangi í tjöldunum voru allir í höllinni. Böndin í tjaldinu voru augljóslega ekki sátt við það. Þau vilja eðlilega ekki spila fyrir fimm áhorfendur en það voru mörg þúsund manns í höllinni. Það er lítið sem við getum gert. Við höldum okkar striki - erum með rosalega flotta dagskrá í kvöld og á morgun. En ástæðan fyrir þessu er að búnaður Outlandish kom ekki. Það er engum að kenna,“ segir Óli Geir sem lýsir nóttinni sem einni þeirri erfiðustu sem hann hefur lifað. „Einhverjir eru ósáttir en það er bara ekkert sem við getum gert í því nema haldið okkar striki og reynt að færa fólkinu góða hátíð.“ Uppfært kl. 11.31: Leiðrétting. Pétur Ben mun hafa komið fram í Tuborg-tjaldinu í gær. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Aðeins tvær hljómsveitir af fjórum sem spila áttu í Tuborg-tjaldinu á Keflavík Music Festival í gær kom fram. Hinar sveitirnar hættu við þar sem þær töldu tónleikahaldara ekki standa við gerða samninga. Þá mun Micha Moor ekki spila á hátíðinni í kvöld þar sem hljómsveitin fékk enga flugmiða frá tónleikahöldurum, að því er segir á Twitter-síðu sveitarinnar. „Við áttum að fá fyrirgramgreiðslu áður en við stigum á svið. Það var forsenda þess að við myndum spila og eitthvað sem var búið að semja um löngu áður. Ég kom fyrr á staðinn til að klára þetta mál en tónleikahaldararnir létu aldrei sjá sig,“ segir Franz Gunnarsson, gítarleikari í Ensíma. Skálmöld og Pétur Ben spiluðu en Sign og Ensími pökkuðu hins vegar saman og fóru heim. „Þetta var allt mjög sérstakt,“ segir Franz. „Engin gæsla á svæðinu; engin ljós og engin aðstaða fyrir tónlistarmenn svo við þurftum að hýrast þarna í skítakulda. Við biðum og biðum eftir forsvarsmönnum hátíðarinnar en þegar þeir létu ekki sjá sig svo við pökkuðum saman og fórum.“ Að sögn Franz höfðu Skálmaldarmenn ekki samið um fyrirframgreiðslu eins og hinar sveitirnar og því hafi þeir spilað. Töluverðrar óánægju virðist gæta meðal tónleikagesta ef marka má umræður á Facebook. Óli Geir Jónsson tónleikahaldari segir að dagskráin hafi riðlast þar sem danska sveitin Outlandis hafi lent án farangurs. Hljóðfærin hafi ekki farið með í vélina og því hafi dagskráin riðlast um tæpa tvo tíma. „Dagskráin í Reykjaneshöll átti að vera frá 7 til 11 en varð frá 8.30 til 1.30. Við gátum ekki seinkað dagskránni í tjöldunum. Á þeim tíma þegar allt átti að vera í gangi í tjöldunum voru allir í höllinni. Böndin í tjaldinu voru augljóslega ekki sátt við það. Þau vilja eðlilega ekki spila fyrir fimm áhorfendur en það voru mörg þúsund manns í höllinni. Það er lítið sem við getum gert. Við höldum okkar striki - erum með rosalega flotta dagskrá í kvöld og á morgun. En ástæðan fyrir þessu er að búnaður Outlandish kom ekki. Það er engum að kenna,“ segir Óli Geir sem lýsir nóttinni sem einni þeirri erfiðustu sem hann hefur lifað. „Einhverjir eru ósáttir en það er bara ekkert sem við getum gert í því nema haldið okkar striki og reynt að færa fólkinu góða hátíð.“ Uppfært kl. 11.31: Leiðrétting. Pétur Ben mun hafa komið fram í Tuborg-tjaldinu í gær.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira