Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik 4. júní 2013 11:36 Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari, eins og hann var stundum kallaður, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald síðasta fimmtudag vegna gruns um stórfelld fjársvik. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann grunaður um að hafa svikið að minnsta kosti tíu milljónir króna út úr fjölmörgum aðilum. Sigurður virðist hafa spunnið nokkuð flókin blekkingavef. Meðal annars stofnaði hann eignarhaldsfélag sem hét næstum því það sama og lítil bókaútgáfa. Sigurður átti svo að hafa þóst vera bókaútgefandi og virðist hafa svikið vörur út í nafni fyrirtækisins, meðal annars frá tölvuverslun. Talsmaður WikiLeaks, kristinn Hrafnsson, kærði Sigurð Inga fyrir allnokkru fyrir fjársvik. Sigurður Ingi er þannig sakaður um að hafa hirt ágóðann af bolum til styrktar WikiLeaks þegar hann starfaði sem sjálfboðaliði fyrir samtökin í kringum árið 2010. Það mál var komið til ríkissaksóknara sem sendi svo málið aftur til lögreglu til frekari rannsóknar, þar sem það er statt nú ásamt öðrum kærum á hendur Sigurði. Sigurður komst raunar fyrst í fréttirnar hér á landi eftir að hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða síðasta vetur. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Í kjölfarið komu fulltrúar alríkislögreglunnar hingað til lands og yfirheyrðu Sigurð Inga víðsvegar um borgina. Málið varð að pólitísku bitbeini vegna réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks-samtökin en ekki hina meintu tölvuárás. Ástæða gæsluvarðhaldskröfunnar að koma í veg fyrir að hann torveldi rannsóknin á meðan reynt er að komast að því hversu umfangsmikið málið er, en búast má við að upphæðin geti hækkað að sögn lögreglu. Mál Sigga hakkara Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari, eins og hann var stundum kallaður, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald síðasta fimmtudag vegna gruns um stórfelld fjársvik. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann grunaður um að hafa svikið að minnsta kosti tíu milljónir króna út úr fjölmörgum aðilum. Sigurður virðist hafa spunnið nokkuð flókin blekkingavef. Meðal annars stofnaði hann eignarhaldsfélag sem hét næstum því það sama og lítil bókaútgáfa. Sigurður átti svo að hafa þóst vera bókaútgefandi og virðist hafa svikið vörur út í nafni fyrirtækisins, meðal annars frá tölvuverslun. Talsmaður WikiLeaks, kristinn Hrafnsson, kærði Sigurð Inga fyrir allnokkru fyrir fjársvik. Sigurður Ingi er þannig sakaður um að hafa hirt ágóðann af bolum til styrktar WikiLeaks þegar hann starfaði sem sjálfboðaliði fyrir samtökin í kringum árið 2010. Það mál var komið til ríkissaksóknara sem sendi svo málið aftur til lögreglu til frekari rannsóknar, þar sem það er statt nú ásamt öðrum kærum á hendur Sigurði. Sigurður komst raunar fyrst í fréttirnar hér á landi eftir að hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða síðasta vetur. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Í kjölfarið komu fulltrúar alríkislögreglunnar hingað til lands og yfirheyrðu Sigurð Inga víðsvegar um borgina. Málið varð að pólitísku bitbeini vegna réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks-samtökin en ekki hina meintu tölvuárás. Ástæða gæsluvarðhaldskröfunnar að koma í veg fyrir að hann torveldi rannsóknin á meðan reynt er að komast að því hversu umfangsmikið málið er, en búast má við að upphæðin geti hækkað að sögn lögreglu.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði