„Hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. júní 2013 20:15 „Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat." Þetta segir Jón Ingi Gíslason sem ræktað hefur bardagahana í Dómíníska lýðveldinu. Hann segist ekki vilja dæma menningu annarra landa og vísar ásökunum um dýraníð á bug. Jón Ingi Gíslason er söguhetja nýrrar heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar kvikmyndagerðarmanns. Hér eru ferðalög Jóns Inga rakin, allt frá heimahögum hans í Biskupstungum til Dómíníska lýðveldisins. Jón Ingi, sem er fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, heillaðist af menningu og íbúum Dómíníska lýðveldisins á sínum tíma og hefur dvalið þar oft og lengi. Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana. Jón Ingi hefur tekið þátt í ræktunarstarfi með vinum sínum og sætt nokkurri gagnrýni fyrir. Hann vísar ásökunum um dýraníð á bug.Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana.MYND/GETTY„Líf þessa hana sem kemur úr egginu, það má segja að hann lifi eins og kóngur, allt til dauðadags. Víða um heim er þetta þjóðaríþrótt og búið að vera það árþúsundum saman. Svo tel ég mig ekki hafa neitt yfirþjóðlegt vald til að dæma menningu annarra þjóða, ég bara er ekki þannig gerður," segir Jón Ingi. Hann segist ekki hafa haft neinar tekjur af ræktuninni. Þetta sé hluti af hjálparstarfi hans á svæðinu. Hann hefur þetta að segja þegar dýraverndunarsjónarmið eru borin undir hann. „Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat í þessu landi," segir Jón Ingi. „Ef maður ber saman líf hænunnar og elst upp til að verða djúpsteiktur kjúklingur, þá er líf þessarar hænu helvíti eitt, hver einustu mínútur í lífi hennar og hún deyr líka á sama hátt." „Þessi verksmiðjudýr éta nánast skítin frá hvort öðru og sjá ekki sólina allt sitt líf, ég get ekki tekið ofan fyrir þessari meðfeð á dýrum. En bæði dýrin deyja, bæði hænan sem fer á KFC og haninn sem lætur lífið annað hvort af náttúrulegum ástæðum eða í bardaga." Þá telur Jón Ingi að fréttaflutningur af málinu síðustu daga hafa verið hlaðinn rangfærslum og var hann harðorður í garð DV. Hann kallar þetta ófrægingarherferð. „Vonandi er þetta fólk stolt af dagsverkinu og starfmenn miðilsins af fagmennskunni," segir Jón Ingi. Dóminíska lýðveldið Dýr Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat." Þetta segir Jón Ingi Gíslason sem ræktað hefur bardagahana í Dómíníska lýðveldinu. Hann segist ekki vilja dæma menningu annarra landa og vísar ásökunum um dýraníð á bug. Jón Ingi Gíslason er söguhetja nýrrar heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar kvikmyndagerðarmanns. Hér eru ferðalög Jóns Inga rakin, allt frá heimahögum hans í Biskupstungum til Dómíníska lýðveldisins. Jón Ingi, sem er fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, heillaðist af menningu og íbúum Dómíníska lýðveldisins á sínum tíma og hefur dvalið þar oft og lengi. Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana. Jón Ingi hefur tekið þátt í ræktunarstarfi með vinum sínum og sætt nokkurri gagnrýni fyrir. Hann vísar ásökunum um dýraníð á bug.Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana.MYND/GETTY„Líf þessa hana sem kemur úr egginu, það má segja að hann lifi eins og kóngur, allt til dauðadags. Víða um heim er þetta þjóðaríþrótt og búið að vera það árþúsundum saman. Svo tel ég mig ekki hafa neitt yfirþjóðlegt vald til að dæma menningu annarra þjóða, ég bara er ekki þannig gerður," segir Jón Ingi. Hann segist ekki hafa haft neinar tekjur af ræktuninni. Þetta sé hluti af hjálparstarfi hans á svæðinu. Hann hefur þetta að segja þegar dýraverndunarsjónarmið eru borin undir hann. „Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat í þessu landi," segir Jón Ingi. „Ef maður ber saman líf hænunnar og elst upp til að verða djúpsteiktur kjúklingur, þá er líf þessarar hænu helvíti eitt, hver einustu mínútur í lífi hennar og hún deyr líka á sama hátt." „Þessi verksmiðjudýr éta nánast skítin frá hvort öðru og sjá ekki sólina allt sitt líf, ég get ekki tekið ofan fyrir þessari meðfeð á dýrum. En bæði dýrin deyja, bæði hænan sem fer á KFC og haninn sem lætur lífið annað hvort af náttúrulegum ástæðum eða í bardaga." Þá telur Jón Ingi að fréttaflutningur af málinu síðustu daga hafa verið hlaðinn rangfærslum og var hann harðorður í garð DV. Hann kallar þetta ófrægingarherferð. „Vonandi er þetta fólk stolt af dagsverkinu og starfmenn miðilsins af fagmennskunni," segir Jón Ingi.
Dóminíska lýðveldið Dýr Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira